Góður árangur af bólusetningum

Heilbrigðisyfirvöld eiga hrós skilið fyrir skjót og skynsamleg viðbrögð við svínaflensunni. Hvað sem öllu líður þá er hér ekki á ferðinni nein venjuleg inflúensa, þar sem fæst okkar eru með mótefni gegn veirunni A(H1N1). Það er í raun ófyrirsjáanlegt hverjir veikjast alvarlega þótt einstaklingar í áhættuhópum séu auðvitað í meiri hætti (annars væru þeir ekki í áhættuhópum).
Umræðan um að einhver vondir karlar græði á bóluefninu er jafn fáránleg og að gagnrýna að einhver græddi á því að selja reykskynjara eða öryggisbelti. 
Rétt er að hvetja ALLA til að láta bólusetja sig við svínó.

reykskynjari.jpg

 

 

Keep it simple!
BB King


mbl.is 11 á Landspítala með H1N1 flensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Þú þarf meira en bara opinber lestur um svínaflensu.

Andrés.si, 18.11.2009 kl. 02:21

2 Smámynd: SeeingRed

Enginn ætti að láta bólusetja sig nema vera búinn að kynna sér hugsanlega kosti og mögulega áhættu, fólk Á að taka upplýsta ákvörðun sem er ekki byggð á gegndarlausum hræðsluáróðri. Skelfilega afleiðingar svínaflensubólusetningarinnar 1976 ætti að vera víti til varnaðar.

SeeingRed, 18.11.2009 kl. 18:27

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Dæmi hver fyrir sig

Júlíus Valsson, 18.11.2009 kl. 18:31

4 Smámynd: Andrés.si

Þar sem börnin geta ekki dæmð og ekki fylgst með öllum, bæði opinberum og net upplysingur tók ég ákvörðun fyrir okkur öll. 

Ákvörðun hljómar þannig. 

Við borðum meira súrkálsúpu

Tökum mixturu af brandy, óliviu ólíu, hunnangi.

það kemur tími líka að  hreinsa lífur, sem gert er með  magnesium súlfat og öðru. 

Andrés.si, 18.11.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var bólusettur fyrir nokkru síðan við svínaflensunni. Varð ekki var við nein óþægindi. Nákvæmlega engin. Auðvitað eiga allir sem eiga þess kost að láta sprauta sig.

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2009 kl. 21:01

6 Smámynd: SeeingRed

Mér finnst bara ekkert auðvitað við þetta og að sjálfsögðu læt ég ekki sprauta mig nema að VEL athuguðu máli og eftir að hafa skoðað rök sérfræðinga bæði með og á móti, eins og framleiðandi tekur fram sjálfur,(og er að auki búinn að tryggja að ekki sé hægt að lögsækja sig vegna aukaverkana), ekki verður hægt að rannsaka efnið almennilega fyrr en bólusetningarherferð lokinni! Það sama segir WHO, gæti orðið svolítið seint fyrir þá sem fara illa út úr henni.

SeeingRed, 21.11.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband