Flóaveiki hjá Flugleiðum?

Á hverjum tíma hefur mannkynið þörf fyrir sjúkdóma, sem enginn skilur. Sammerkt með þessum sjúkdómum eða réttara sagt heilkennum (syndromes) er að ekki er hægt með neinu móti að sanna eða afsanna tilvist þeirra með nokkrum þekktum rannsóknaraðferðum eða mælingum. Þekktust er líklega svokölluð "Flóaveiki" (Gulf War Syndrome). Stundum kölluð "Gulf War Veterans’ Medically Unexplained Illnesses"

Helstu einkenni Flóaveiki eru:

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi. 


Fréttir berast nú af veiku starfsfólki í Boing 757 flugvélum Flugleiða. Helstu einkennin eru: 

Höfuðverkir, þreyta, vöðva- og liðverkir, meltingartruflanir (oftast ógleði og niðurgangur), minnis- og einbeitingarerfiðleikar, húðútbrot, öndunarfæraeinkenni, taugatitringur og svefnleysi.

Menn hafa lengi rannsakað orsakir slíkra heilkenna en niðurstaðan er ávallt sú sama. Við þurfum bara á þessu að halda. Einkum undir álagi. 

gulf_war

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband