10.10.2016
Sýrland - Aleppo brennur
Hvers vegna brennur Aleppo?
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staði í um fimm ár. Það er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir því hvers vegna Rússar halda áfran að murka lífið úr íbúum Aleppo með aðstoð ríkisstjórnar Bashar al-Assads. Fyrir þessum atburðum eru þó margar ástæður, bæði stjórmálalegar og hernaðarlegar.
Aleppo
Aleppo hefur í margar aldir verið stærsta borg Sýrlands og þriðja stærsta borg ríkis Ottómana. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna og fyrir styrjöldina, sem nú geysar þar var hún mesta viðskiptaborg landsins. Saga borgarinnar nær aftur til 5000 f.Kr. og hafa mörg hverfi borgarinnar verið nær óbreytt frá 12. öld þ.e. frá þeim tíma, er Íslendingar hófu að rita Íslendingasögurnar. Íbúar borgarinnar eru flestir Súnnítar. Borgin hefur verið á valdi uppreisnarmanna í Sýrlandi og því yrði það bæði hernaðarlegur og um leið sálfræðilegur sigur fyrir stjórn Assads að ná borginni aftur á sitt vald. Hernaður Assads gengur út á það að einangra einstök svæði, sem eru á valdi uppreisnarmanna og einbeita sér að þeim fremur en að hefja allsherjarárás á þá.
Rússar og Sýrlendingar hafa verið bandamenn frá 6. áratug síðustu aldar. Þetta samband styrktist á 8. áratugnum þegar faðir Bashar al-Assads, Hafez al-Assad komst til valda. Rússar vilja viðhalda þessu trausta sambandi þjóðanna. Vesturveldin steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu árið 2011 og Rússar vilja koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig í Sýrlandi og hindra að Bandaríkjunum takist að koma stjórnum fleiri ríkja frá völdum. Þeir líta á þátttöku vesturveldanna í stríðinu eingöngu sem viðleitin þeirra til að koma stjórn landsins frá völdum fremur en hernaðaríhlutun af mannúðarástæðum.
Eina herstöð Rússa við Miðjarðarhafið er í Sýrlandi. Þar er bæði herflugvöllur og höfn fyrir herskip. Stefna Rússa er að hafa herstöðvar sem víðast í heiminum eins og í kalda stríðinu og var nýlegt hernaðarbrölt þeirra á Krímskaga liður í þeirri þróun.
Baráttan gegn hryðjuverkasamtökum. Pútín telur að ef stjórnarskipti yrðu í Sýrlandi myndi það leiða til útbreiðslu íslamskra hryðjuverkasamtaka. Þess ber þó að geta að með því að ganga til liðs við Assad þá ganga Rússar um leið til liðs við Íran og Hizbollah, sem stjórnað er af Sjíta-múslimum. Það getur aftur leitt til árása á þá frá hryðjuverasamtökum Súnníta, svo sem íslamska ríkinu. Það er því ekki bæði sleppt og haldið í þessu efni.
Hvar endar þetta?
Þáttaka Rússa í stríðinu í Sýrlandi getur haft slæm áhrif á annars gott samband þeirra við önnur ríki í miðausturlöndum svo sem Ísrael, Egyptaland og Tryrkland. Þetta, ásamt háum útgjöldum til hernaðarins svo og fall rússneskra hermanna getur haft áhrif á ákvarðanir Rússa um áframhandandi stríðsrekstur í Sýrlandi.
Pútín heldur þó áfram að kasta sprengjum á Aleppo, þrátt fyrir ályktanir Sameinuðu þjóðanna og getur Aleppo því auðveldlega þróast í nýtt Rwanda eða Srebrenica.
ref.
Svenska Dagbladet
The Guardian
Al Jazeera
The Independent