Kratakrísa í Evrópu

Samfylkingin er horfin. Hún hvarf fyrir horn þar sem hún bíður nú eftir því að íslenska þjóðin óski eftir því að taka upp evru og ganga í ESB. Eitthvað sem þjóðin hefur aldrei beðið um. Það er afar undarlegt að hér á landi eru enn til stjórnmálaflokkar sem byggja stefnu sína á því að ganga í ESB. Mönnum er það fyrir löngu orðið ljóst, að ESB veitir ENGAR varanlegar undanþágur. Það er tálsýn.
Jafnaðarstefnan á undir högg að sækja í Evrópu, einkum á Ítalíu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og í Frakklandi, ef marka má skoðanakannanir. Jafnaðarmannaflokkurinn er að hverfa í Hollandi og í Póllandi komst flokkur krata ekki á þing. Eðalkratinn Martin Schulz er horfinn af Evrópuþinginu.   

Hægri stefnan virðist vera í mikilli uppleið í valdamestu ríkjum Evrópu, þ.e. í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og á Spáni. Ef fram heldur sem horfir verða Svíar eina fjárhagslega vel stadda ríkið í Evrópu þar sem jafnaðarmenn ráða ríkjum.

Margir jafnaðarmenn í Evrópu eru óánægðir með þá þróun, sem orðið hefur í milliríkjaviðskiptum einkum í sambandi við TTIP og CETA og aðhaldsaðgerðir og niðurskurð ESB og raðir þeirra tvístrast bæði lengra til vinstri og jafnvel til hægri. Velgengni hægri flokka í Evrópu er mest þar sem menn sjá atvinnuleysi, flóttamannavandamál og alþjóðavæðingu sem sína helstu ógn. 

Á Íslandi eru menn í eðli sínu upp til hópa kristilegir demókratar. Jafnrétti, bræðralag og frelsi eru okkar boðorð, þó með áherslu á frelsið.

Martin Schulz
Martin Schulz



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband