Landakotsspítali - Landspítali - Sagan sem ekki má gleymast

Árið 1901 lá fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp um byggingu Landspítala með 24 sjúkrarúmum. Þingmenn voru ekki á eitt sáttir um byggingu spítalans (gisp!). Þá buðust fátækar nunnur af reglu heilags Jósefs til að reisa og reka spítala í Reykjavík með ákveðnum skilyrðum. Ekki leist mönnun á þær hugmyndir (gisp!) og var Landspítalafrumvarpið sömuleiðis fellt. Nunnurnar lögðu þó ekki árar í bát og með söfnunarfé sem Jón Sveinsson (Nonni) safnaði í Frakklandi, Belgíu og víðar til byggingar St. Jósefsspítala í Reykjavík, viðbótarsöfnunarfé og láni erlendis frá var hafist handa við byggingu spítalans. Hornsteinn að nýrri spítalabyggingu á Landakotshæð var lagður í lok apríl 1902 og var spítalinn vígður 16. október sama ár. 

Íslenska ríkið sveik á sínum tíma þann samning, sem gerður hafði verið við nunnurnar í Landakoti fimm árum áður en samningur ríkisins við þær rann út og flæmdu þær úr landi þó svo Landakotsspítalinn hafi á sínum tíma verið eina sjúkrahúsið sem rekið var með hagnaði (gisp!) hér á landi og eina kennslusjúkrahús landsins í yfir þrjátíu ár.

Þar með hófst Der Untergang hins íslenska heilbrigðiskerfis en að öllum líkindum þarf einhvers konar karmasérfræðing til að leiðbeina íslenskum ráðamönnum um það hvernig hægt er að snúa þeirri slæmu þróun við. Það verður ekki gert með auknum fjáraustri í kerfið eingöngu. 

Keep it Simple!
BB King

Landakot_700
St:Jósefsspítalinn Landakoti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Júlíus, góða áminningargrein!

Árum og áratugum saman fjársvelti ríkið St. Jósefspítala í Landakoti með því að veita þangað langtum minni daggjöldum á hvern sjúkling en til Landspítalans og annarra stofnana ríkisins.

Svo "keypti" ríkið spítalann á litlar 750 milljónir í gömlum krónum (sjö og hálfa milljón nýkróna)!

Skammarlega og með ágjörnum hætti hefur ríkisvaldið löngum komið fram gagnvart kristnum kirkjum í landinu, jafnvel þegar þær hafa staðið að bráðnauðsynlegu líknarstarfi, sbr. nú einna síðast þegar Reykjavíkurborg lokaði á að framlengja samning við hvítasunnumenn um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa útigangsmenn og þegar sama borgarstjórn neitaði kristnum söfnuði, Hjálpræðishernum, um fría lóð undir nýtt aðsetur, stuttu eftir að sama borgarstjórn braut lög með því að gefa múslimasöfnuði rándýra lóð á bezta stað í bænum! En gamla Hjálpræðishers-húsið var borgin fljót að fylla með ólöglegum hælisleitendum frá (mestmegnis) múslimalöndum Evrópu!

En sá dagur mun koma, að hinn afvegaleiddi Dagur B. borgarstjóri hrósar ekki lengur happi, kjósendur munu sannarlega finna nýja lausn á málum!

Jón Valur Jensson, 9.4.2017 kl. 16:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband