Arsenal lækkar rafmagnsreikninginn

Gífurleg eftirsókn er í löndum ESB eftir vistvænni ("grænni") raforku. Í Bretlandi, þar sem verð á raforku hefur nú náð hæstu hæðum eru menn hvattir til að setja upp sólarrafhlöður á þök og svalir húsa sinna ("rent-your-roof model") sem orkufyrirtæki setja upp án kostnaðar fyrir eigandann þrátt fyrir að sólarorka reynist afar dýr og óhagstæður kostur þegar upp er staðið. Mörg knattspyrnufélög á Bretlandseyjum hafa þrátt fyrir það látið setja upp sólarrafhlöður til að spara rafmagnskostnað.
(Um 2 megavött(MW)þarf til að lýsa upp hvern 90 mín knattspyrnuleik,
sem svarar til orkunotkunar 2.700 heimila í 2 klst.)

Arsenal-battery
Arsenal rafhlöðurnar

Knattspyrnufélagið Arsenal hefur hins vegar ákveðið að setja upp gífurlega öflugar lithium rafhlöður í kjallaranum á Emerates Stadium, sem tekur 60.000 manns. Um er að ræða stóra samstæðu rafgeyma (3MW/3.7MWh), sem félagið getur hlaðið utan álagstíma með ódýrara rafmagni og notað síðan þegar leikur stendur yfir á vellinum. Umframorkuna getur félagið selt aftur til orkufyrirtækisins til að lækka kostnaðinn enn frekar og lækka um leið álagið á raforkukerfið, sem er ærið fyrir og mun fara vaxandi með aukinni rafbílavæðingu í framtíðinni.
Fullyrt er að rafmagnið til Arsenal komi frá endurnýjanlegum orkulindum eingöngu. 
Til samanburðar er gert ráð fyrir að 1.200 km sæstrengur frá Íslandi geti flutt um 1.000 MW. Þar er orkutapið á leiðinni ekki reiknað inn í dæmið. Um 50MW kerfi þarf til að hlaða 100 rafbíla í einu.  

ref.
Power-technology.com
The Guardian
Burges-Salmon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Í Kaliforníu setja húseigendur upp sólarrafhlöður og semja við raforku seljandann sinn um að taka við sólarorkunni. Í árslok er gert upp, ef húseigandinn hefur framleitt meira inn á kerfið yfir  árið, en hann eyddi þá fær hann ekki endur greitt, ef vantar uppá þarf hann að greiða mismuninn

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.12.2018 kl. 20:37

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Bresk yfirvöld hafa niðurgreitt uppsetningu á sólarrafhlöðum fyrir heimili svo það vaknar spurning um kosnað skattgreiðanda.

https://news.energysage.com/free-solar-panels-really-free/

Júlíus Valsson, 8.12.2018 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband