2.4.2020
Lyfið sem drepur kórónavírusinn
Sú þekking og kunnátta sem þarf til að hanna og framleiða til lyfið sem drepur kórónavírusinn er að öllum líkindum þegar fyrir hendi. Það er tiltölulega auðvelt tæknilega séð fyrir þá sem búa yfir öflugri gervigreind (AI) í samvinnu við vísindamenn að raða saman þeim þekkingarbrotum sem þegar eru til hjá stórum lyfjafyrirtækjum og finna rétta lyfið. Það eina sem þarf er að raða þeim saman.
Vandamálið er, að þessi sömu stóru, öflugu lyfjafyrirtæki sem ráða yfir þeim þekkingarbrotum sem þarf láta þau ekki svo auðveldlega af hendi jafnvel ekki í þágu alls mannkynsins. Það getur tekið allt að 18 mánuðum að fá fram virkt og hættulaust bóluefni svo málið er brýnt. Það hafa þó verið undantekningar á þessari þrjósku eins og þegar tíu af öflugustu lyfjafyrirtækjum heimsins þ.m.t. Johnson & Johnson, AstraZeneca og GlaxoSmithKline tilkynntu á síðasta ári að þau myndu vinna saman að gerð nýs sýklalyfs sem getur unnið á fjölónæmum bakteríum, með því að leggja saman gagnagrunna sína.
Eftir hverju eru menn nú að bíða?
Kannski Freud gamli hefði vitað svarið. Hann talaði stundum um að menn "héldu í sér".
Lyfjaframleiðendur þurfa e.t.v. sálgreiningu? |
Athugasemdir
Góður sem jafnan.
Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2020 kl. 02:49
Davið Icke vill meina að þessi corona-vírus sé tilkomin
vegna hins kínverska Huwai 5G- símkerfis
sem að dreifi allskyns geislavirkni í allar áttir.
Huwai-símkerfi það var sett fyrst upp í sama héraði í kína
og vírusinn kemur fyrst fram.
Ég legg til að fólk hlusti á David Icke:
https://www.youtube.com/watch?v=ujqyiQO8TFc&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1oL5GU8_nyPXJLRG66GpYxO9sdPwWslcSNJPP5qxGhXcg2IcDNQolWZzs
Jón Þórhallsson, 3.4.2020 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.