"Tilfærsla valds"? ESB-sinnar ræða málin sín á milli á RÚV.

Orðaleikurinn heldur áfram. Hvernig getur "tilfærsla valds" verið annað en framsal á fullveldi þjóðar að mati RÚV? Hið rétta er að innleiðing 3. orkupakkans í norsk lög var framsal á fullveldi Noregs til ESB. Íslenska stjórnarskráin leyfir það ekki á meðan sú norska leyfir það ef framsalið er lítið. Málið í Noregi snérist því um það hvort framsalið var mikið eða lítið og komst Hæstiréttur Noregs að þeirri niðurstöðu að framsalið væri það lítið að það þyrfti ekki aukinn meirihluta í norska þinginu til að samþykkja það. Þessi niðurstaða staðfestir því að um fullveldisafsal var að ræða engu að síður sem er algjörlega andstætt íslensku stjórnarskránni. Alþingi Íslendinga braut því á stjórnarskránni 2019 með innleiðingu 3. orkupakkans. Framsal á valdi er stjórnarskrárbrot á Íslandi. Næst halda þeir því eflaust fram á RÚV að Bókun 35 feli í sér "tilfærslu" á löggjafarvaldi Alþingis til ESB en ekki framsal á fullveldi Íslands. Þegar ESB-sinnar ræða við ESB-sinna verður útkoman gjarnan ESB-sinnuð.

IMG_2843


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er bara afskaplega einfalt, STJÓRNARSKRÁIN HEIMILAR EKKERT FRAMSAL VALDS ÚR LANDI.....

Jóhann Elíasson, 3.11.2023 kl. 13:08

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hegninarlögin þaðan af síður.

Júlíus Valsson, 3.11.2023 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband