Birgir Örn Steingrímsson viðrar vandamál Sjálfstæðisflokksins

IMG_3011

Hvers vegna flýja sjálfstæðismenn sinn eigin flokk? Hver heldur þingmönnum flokksins í gíslingu? Hvernig tapaði XD Reykjavíkurborg? Hvers vegna er formaður flokksins á beinni braut með Ísland rakleitt inn í ESB? Hvers vegna virðir forysta flokksins ekki stjórnarskrána? Hvernig varð hann alþjóðavæddur krataflokkur? Hvert fer arðurinn af orkuauðlindinni? Hvers vegna er Íslendingum refsað fyrir að framleiða "græna" orku? Er hægt að kenna VG um allt?

Hvað er til ráða?

Viðtal við Birgi Steingrímsson á ÚS

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Júlíus.

Þú varpar hér fram nokkrum áhugaverðum spurningum í tilefni af vangaveltum Birgis Steingrímssonar sjálfstæðismanns í viðtali á líklega einu óháðu útvarpsstöð landsins, en líkt og ætíð í sögu mannsins, þá er spurningin einungis um verð hvers og eins áhrifamanns.

Þau blasa við dæmin allstaðar á okkar örlitla landi um fólk sem hefur á skömmum tíma auðgast hreint ótrúlega eftir skamma setu á valdastólum, auk allra hinna sem berast minna á og bíða rólegir með mútuféð í erlendum bankahólfum til síðari tíma og auðvitað eru líka einhverjir ósnertanlegir þingmenn, sem ekki þykir gæfulegt eða nokkur þörf á að fjárfesta í.

Það er nefnilega enginn borgarmúr svo hár, að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann.

Jónatan Karlsson, 30.12.2023 kl. 03:01

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Íslendingar í valdastöðum eru fyrir löngu hættir að berjast við vindmyllur. Þeir berjast fyrir vindmyllum. 

Júlíus Valsson, 30.12.2023 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband