Til hamingju USA!

Ársins 2008 verður lengi minnst sem ársins þar sem allt breyttist. Ársins, þegar allt fór fjandans til. Ársins, sem einnig var upphaf nýrra tíma og breytinga.

Menn hafa lengi tengt rauða litinn og rauða fána við vinstri stefnu stjórnmálanna, öfgar, kommúnisma og byltingar.
Rauði liturinn var allt fram til ársins 2000 litur Demokrata í Bandaríkjunum og blái liturinn var frá upphafi litur Republikanaflokksins, sem gjarnan er nefndur "Grand Old Party". Þessi hefð breyttist af einhverju orsökum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2000 er allar sjóvarpsstöðvarnar þar í landi einkenndu þau fylki þar sem Bush hafði sigur með rauðum lit en þau fylki þar sem Al Gore vann sigur voru táknuð með bláum lit. (red=R, blue=D)  
Í dag eru það vonsviknir menn, sem veifa rauðum fánum. Blái liturinn er nú orðið tákn breytinga og nýrra vona. Viðhorfin hafa breyst hraðar en nokkur átti von á. Blái drengurinn sigraði.

Í dag verður Barack Obama 44. forseti Bandaríkjanna. Hann verður fyrsti svarti forsetinn í Hvíta húsinu. Þar mun hann draga að húni marglitan fána, hvítan, rauðan og bláan. Fána í litum frelsis, jafnréttis og bræðralags. Heimurinn er ekki lengur svart-hvítur. Nýtt litróf vekur nýjar vonir. Til hamingju USA!   
white-house.jpg
"I happen temporarily to occupy this big White House. I am living witness that any one of your children may look to come here as my father's child has." The Collected Works of Abraham Lincoln edited by Roy P. Basler, Volume VII, "Speech to One Hundred Sixty-sixth Ohio Regiment (August 22, 1864), p. 512

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta er virkilega spennandi dagur. Ef allt gengur að óskum gæti Obama haft óbein og bein áhrif til breytinga ansi víða, þó ekki sé nema gefa von um að hægt sé að breyta gömlum gildum

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.1.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband