Eitt eilífðar smáblóm

Íslandi verður allt til gæfu.
Hér býr dugmikil og heiðarleg þjóð. Allt frá blautu barnsbeini er okkur innrætt kappsemi og þor. Þeir sem skara fram úr, uppskeri ríkulegan ávöxt verka sinna. Með sanni má segja að hér búi heilbrigð þjóðarsál í hraustum þjóðarlíkama. Hörð lífsbarátta í óvægu umhverfi hefur hert okkur og mótað. Við erum hetjur. Rík sagnahefð hefur viðhaldið þeim baráttuanda og hugsjónum, sem drifið hafa okkur áfram og skipað okkur á verðskuldaðan heiðursstall meðal framsæknustu og hæfustu þjóða heims. 

Það sem einkennir Íslendinga þó mest er samheldni og virðing. Virðing fyrir einstaklingnum, framtaki hans og skoðunum. Skólakerfið á ekki minnstan þátt í því að draga fram sérkenni, dug og hæfileika hvers einstaklings, sem fær því að njóta sín til fulls á öllum sviðum mannlífsins. Í skólakerfinu sem og í atvinnulífinu og ekki síst í stjórnkerfinu sem og í fjölmiðlum þrífst ekki ósanngirni, óréttlæti, hvað þá einelti. Heiðarleiki, orðheldni, staðfesta og trú á fagurt mannlíf heldur okkur saman. Hvert smáblóm í flóru mannlífsins fær að blómstra til fulls og á það fellur aldrei skuggi öfundar, ósanngirni eða græðgi. Hvert örsmátt frækorn nýtur hins frjósama jarðvegs til að vaxa og dafna með dyggum stuðningi umhverfisins. Þegar haustar að, falla gösin seinna og hægar en ella vegna þeirrar hlýju og þess stuðnings, sem þau hafa hvert af öðru.  
Íslendingar bera virðingu fyrir þeim eldri og reyndari og hlúð er ríkulega að þeim sem skarað hafa fram úr og reynst þjóðinni vel. Í réttsýnu og þróuðu samfélagi þykir það sjálfsagt. Framtíð okkar er björt. 
Íslandi verður allt til gæfu.


  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki tekið undir neitt sem þú segir hér... og skólakerfið er líka ónýtt.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eru þar flestir aumingjar en illgjarnir þeir sem betur mega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

:-)

Héðinn Björnsson, 26.2.2009 kl. 10:52

4 identicon

Amen á eftir efninu.....vildi að þetta væri satt :o)

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Er þetta gamall texti úr ferðahandbók eða ...?

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Ragnhildur! Það er gott til þess að vita að það eru enn einhverjir eftir hér á landi sem hafa húmor.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband