Gigtarskömmin þrífst best í kulda

Allflestir gigtarsjúklingar finna fyrir verðabrigðum. Þegar lægð er í nánd. Flestum líður betur í hita. Gigtveikir flykkjast því til heitari landa í leit að bata.
gout.jpg
Nýlega (janúar 2009) birtist grein í tímaritinu Scandinavian Journal of Rheumatology þar sem kynntar eru niðurstöður norskrar rannsóknar sem gerð var á hópi á 124 liðagigtarsjúklinga.
Borin voru saman áhrif 4 vikna endurhæfingar í heitu og köldu loftslagí. Skv. hlutkesti fékk annar hópuninn endurhæfingarmeðferð í Noregi en hinn samskonar meðferð á endurhæfingarstofnunum við Miðjarðarhafið þ.e. í Svatfjallalandi og í Tyrklandi.  

Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi: Mun betri og varanlegri árangur var af endurhæfingarmeðferðinni í heitu loftslagi en köldu. Ekki er þó talið að hitanum einum sé fyrir að þakka. 

Kröm þrífst best í skugga.

bahamas.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Þetta vissi ömmubróðir minn greinilega fyrir þrjátíu árum síðan, hann sagði alltaf að gigtin í sér versnaði á veturnar og staupaði sig...ég hélt alltaf að hann notaði það sem afsökun til að drekka...blessaður karlinn....

TARA, 23.2.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú held ég að ísöldin sé að koma eftir helvítis gigtinni í hálsinu á mér. Ég get ekki hreyft minn heimska haus!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Heidi Strand

Ég þékki þetta vel. Er núna svo heppin að vera í hita og það er allt annað líf.

Heidi Strand, 23.2.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband