11.11.2009
Borað í tímasprengju
Hún lítur ekki út eins og eldfjall, a.m.e. séð utanfrá, en er þó stærsta megineldstöð Ítalíu og getur gosið hvenær sem er. Eldfjallið Vesuvius er nánast eins og dvergur við hliðina á þessari risaeldstöð, sem nefnd hefur verið "Campi Flegrei". Borgin Napoli og úthverfi hennar er byggð rétt austan við þessar slóðir. Eldstöðin er talin vera sú varasamasta á Ítalíu. Nú ætla menn að bora sjö djúpar borholur í þessa stóru eldstöð í rannsóknarskyni. Nánar um Campi Flegrei.
Megileldstöðin Campi Flegrei |
Ágúst Guðmundsson jarðfræðiprófessor við Royal Holloway University of London, sem stjórnar borununum, telur að næsta eldgos í Campi Flegrei geti hugsanlega grafið meginhluta Evrópu undir þykku öskulagi, líkt og gerðist reyndar fyrir 39.000 árum en eldstöðin gaus síðast stóru gosi fyrir um 4000 árum. Með borununum vonast menn til að geta kortlagt sprungukerfi neðanjarðar og fundið kvikuhólf og rannsakað jarðlög undir þrýstingsálagi og á þann hátt spáð nákvæmlega fyrir um hvar (og jafnvel hvenær) næsta eldgos brýst upp á yfirborðið. Frá árinu 1960 hefur land á þessu svæði risið um 3 metra (bradyseism), sem er sterk vísbending um að eldgos sé í nánd.
Borholurnar sjö |
| |
Það getur skapað hættu undir vissum kringumstæðum, að borvatn komist í beina snertingu við kviku og/eða ef menn bora niður í kísilrík kvikuhólf þar sem lofttegundir eru undir miklum þrýstingi. Það gæti fræðilega leitt til eldgoss af óþekktri stærð og umfangi að mati sumra vísindamanna. Aðrir telja litlar borholur ekki skipta neinu máli.
Við leikmenn fylgjumst spenntir með. Það er ekki á hverjum degi sem menn bora beint inn í eldfjöll, tifandi, a.m.k. glóandi tímasprengjur...
Ferðatilboð til Campi Flegrei ("Gist á kviku" og "Eldhressir á eldfjalli" -pakkar í boði)
Frá Kröflueldum 1984
Ref. New Scientist
Keep it Simple!
BB King
Athugasemdir
Gætir ekki einhvers misskilnings hjá þér í eldfjallafræði? Meirihluti Campi Flegrei er úti í flóanum Golfo de Pozzuoli. Um er að ræða fleiri megineldstöðvar. Fyrir 4000 árum gaus einn af gígum Campi Flegrei.
Þetta er ekki eins dramatískt og þú ímyndar þér.
Gætirðu ekki gefið okkur tilvísun í það sem Ágúst er að bora?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2009 kl. 09:06
Má vera, má vera. Greinin í heild sinni er hér. Mér sýnist borgin Napolí vera ansi nálægt.
Hvað segir Ómar Bjarki um þetta?
Júlíus Valsson, 11.11.2009 kl. 09:58
Kannski gýs bara beint í andlitið á þessum bormönnum og þeir fá þá væntanlega "live" niðurstöðu, hver svo sem hún verður, þetta er eins og sitja á stofugólfi og þruma leikfanga bíl í vegg alltaf fastar og fastar til að "tékka á hvað hann þolir mikið högg" þú kemst ekki að því hvað hann þolir mikið fyrr en þú hefur þrumað honum of fast í veggin, þannig að hann skemmist hehe.... sá sem gerir þetta við alla bílanan sína á aldrei neina heila bíla, bara bíla sem er skemmdir eftir þoltilraunirnar hehe.
Nei mér lýst illa á þessa tilraun, sumt þurfum við bara ekkert að vita þó misvitra vísindamenn langi oft til að vita "aðeins meira" um ákveðna hluti.
Sverrir Einarsson, 12.11.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.