Er barnið of þungt? Þá sefur það of lítið!

Það er að minnsta kosti niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem birtist í nóvemberhefti tímarits bandarískra barnalækna, Pediatrics
Það voru læknar á fimm barnaspítölum í Bandaríkjunum, sem rannsökuðu alls 785 börn í 3. og 6. bekk grunnskóla m.t.t. þess hvort etthvað samband væri á milli þyngdar barna og svefnvenja þeirra.  Í ljós kom, að 22% þeirra barna, sem sváfu að jafnaði skemur en 9 klst. á hverri nóttu áttu við offitu að stríða. Offita var mun sjaldgæfara vandamál hjá þeim börnum, sem sváfu að jafnaði í 10 til 12 klst. á nóttu hverri eða hjá um 11% barnanna í þeim hópi.  Höfundar greinarinnar vita ekki hvers vegna vansvefta börn fitna meira en þau sem fá nægan svefn. Hugsanleg skýring er sú, að syfjuðu börnin séu hreinega of þreytt á daginn til að  fara út að leika sér. Einnig er talið að svefnleysi örvi viss boðefni líkamans og jafnvel hormón sem geta framkallað hungurtilfinningu. Svo virðist að þeir sem eru stöðugt syfjaðir neyti frekar orkuríkrar fæðu og fæðu sem inniheldur meira af kolvetnum.  Þetta kann að vera arfleið frá þeim tíma, er maðurinn borðaði meira á sumrin þegar nóg var af fæðu til að safna forða fyrir veturinn og þegar nóttin var styttri en á veturna þegar fæða var af skornum skammti. 
Ef börnin eru of feit ættu foreldrar e.t.v. að byrja á þvi að fjarlægja sjónvarpstæki, tölvur og önnur leiktæki úr barnaherbergjunum!

ps
Líklega gildir margt af þessu einnig fyrir fullorðna. Einng vaknar sú spurning, hvort offitan geti valdið svefntruflunum hjá börnum eins og hjá fullorðnum t.d. kæfisvefni?

tv_kids


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit það með sjálfa mig að ef að ég vaki "of" lengi þá "þarf" ég að fá mér snakk, eins ef að ég er þreytt yfir daginn þá gríp ég í mat sem inniheldur frekar sykur, einföld kolvetni sem að gefa mér orku einn tveir og, en auðvitað fer þessi orka jafn hratt og hún kom og ég er farinn að leita mér að annarri orkusprengju.

Sporðdrekinn, 6.11.2007 kl. 16:48

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég ætti þá kannski að fá eitthvað til að sofa betur....... 

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.11.2007 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband