Býr menningin í húsi?

Skv. Orðabók Menningarsjóðs er menning „sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum).... rótgróinn háttur, siður

history2








Árið 1849 flykktust þúsundir manna til bæjarins Yerba Buena í Kaliforníu eftir að þar hafði fundist gull í jörðu. Bærinn var fljótlega skírður San Francisco af þeim fjölmörgu kaþólikkum sem komu til bæjarins, til heiðurs trúarreglu Frans frá Assisi, sem hafði aðsetur sitt aðeins steinsnar frá höfninni og veitti hjálparhönd þeim sem komu allslausir til bæjarins.  Þann 18. apríl 1906 riðu miklir jarðskjálftar yfir San Francisco og í kjölfarið brutust út gífurlegir eldar sem m.a. eyðilögðu alla innviði kirkju heilags Frans. Útveggirnir og kirkjuturnarnir héldust þó heilir og eftir mikil fundarhöld ákváðu menn að endurbyggja kirkjuna og var því verki lokið í mars 1919. Þar tókst að bjarga ómetanlegum menningarverðmætum.
history3

 

 

 

 

Í dag geta menn heimsótt þessa kirkju sem er nú höfuðvígi Franciskureglunnar í Bandaríkjunum og virt fyrir sér fegurð hennar bæði að utan og innan.

interior02  

 

 

 

 

 

 

 
 Þann 26. september 1997 riðu miklir jarðskjálftar yfir norðurhluta Ítalíu með þeim afleiðingum að fæðingarkapella Frans frá Assisi hrundi og tveir munkar reglunnar létu lífið.  Þessi kapella var upphaflega reist á 13. öld og var alþjóðlegt tákn fyrir frið í heiminum og fordómalaus samskipti hinna ýmsu trúarbragða.  Hornsteinn hennar hafði verið lagður þ. 17. júlí 1228.  Á veggjum hennar og innan á þaki voru ævifornar lágmyndir, sem eyðilögðust gjörsamlega í þessum jarðhræringum. 

Þar fóru ómetanleg menningarverðmæti forgörðum.

Þann 4. janúar 1998 kom Jóhannes Páll II páfi til  Assisi og ræddi þar við munkana.  Sjónvarpsfréttamenn ræddu við einn munkinn og spurðu auðvitað hvernig honum liði eftir þessar hörmungar. Hann leit rólega á fréttamanninn og sagði fremur glaðlega:

"Hún hefði hrunið hvort sem er, fyrr eða síðar!".

Þetta viðtal m.a. var birt í frettatíma sjónvarpsins hér á landi og er mörgum ógleymanlegt.    

Páfinn hélt ræðu og sagði að þrátt fyrir að jarðskjálftarnir hefðu eyðilagt dýrmætan trúar- og menningararf þá hefðu þeir ekki náð að eyða hinum einu sönnu innri verðmætum hvers manns, sem hefði lífsgildi Frans frá Assisi að leiðarljósi og fylgdi fordæmi hans.

sfrassisi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband