Með samþykkt orkupakka 3 afsalaði Ísland sér þeirri skilgreiningu sem orkupakki 2 hafði tryggt okkur, að við værum lokaður og einangraður markaður. Þar með vorum við búin að missa endanleg ráð yfir orkunni okkar. Með þriðja orkupakka ESB var alger grundvallarbreyting á orkustefnu ESB og EES. Sett var á laggirnar sérstök stofnun, ACER, en hennar hlutverk er m.a. að sjá um að allir fari eftir orkustefnu ESB m.a. hvað varðar flutning orku milli landa. Þriðji orkupakki ESB var innleiddur í norsk lög 25. maí 2018. Stuttu áður hafði embætti landsreglara ESB í Noregi verið stofnað sem sjálfstæð deild í norsku vatns- og orkumálastofnuninni (NVE) - sem er eftirlitsstofnun á sviði orkumála (RME). Þriðji orkupakki ESB var samþykktur af Alþingi Íslendinga 3. október 2019 og varð þar með bindandi skv. alþjóðalögum fyrir Ísland og Noreg.
Stefán Már var ómyrkur í máli 2018 |
Flestir landsmenn þekkja þá hörmungar sem dunið hafa yfir frændur okkar Norðmenn með tilkomu sæstrengja til ESB. Vegna ákvæða EES-samningsins eru raforkusvæði í Noregi sem tengjast orkusambandi ESB með sæstrengjum algjörlega háð markaðsverði ESB, þ.e. uppboðsverði á raforku sem gildir á hverjum tíma innan ESB. Það er undarlegt í landi sem hefur næga raforku, margfalt meiri en t.d. Ísland.
Mótmæli Norðanna gegn ACER |
Þann 31. október 2023 féll dómur í Hæstarétti Noregs í máli sem samtökin Nei til EU höfðuðu til þess að fá úr því skorið hvort þurft hefði aukinn meirihluta (3/4) fyrir innleiðingu orkupakka þrjú, samkvæmt 115. gr. norsku stjórnarskrárinnar.
Ákvæði 115. greinar norsku stjórnarskrárinnar segir eftirfarandi:
Með það að markmiði að tryggja alþjóðlegan frið og öryggi eða stuðla að alþjóðlegri réttarreglu og samvinnu getur norska Stórþingið, með þremur fjórðu hluta meirihluta atkvæða, veitt samþykki alþjóðlegrar stofnunar sem Noregur er aðili að, eða er að gerast aðili að, innan afmarkaðs lögfræðilegs sviðs, þann ákvörðunarrétt sem að öðru leyti hvílir á landsstjórninni samkvæmt þessari stjórnarskrá, en er um leið ekki veitt vald til þess að breyta þessari stjórnarskrá. Þegar Stórþingið þarf að veita slíkt samþykki þurfa að minnsta kosti tveir þriðju hlutar þingmanna að vera viðstaddir, líkt og þegar verið er að fjalla um breytingar á stjórnarskránni. Ákvæði þessarar málsgreinar eiga ekki við um þátttöku í alþjóðasamningi þar sem ákvarðanir hafa eingöngu þjóðréttaráhrif fyrir Noreg. (þýðing undirritaðs)
Norges Høyesterett |
Furðu vekur að hæstiréttur Noregs skuli byggja dóm sinn á þeirri heimatilbúnu lögskýringu sinni að einungis ef fullveldisafsal telst meiriháttar þurfi aukinn meirihluta í norska Stórþinginu. Sé fullveldisafsalið minniháttar nægir einfaldur meirihluti.
Þegar 115. grein norsku stjórnarskrárinnar er skoðuð kemur í ljós, að ekki er minnst einu orði á þann möguleika að framsal fullveldis Noregs sé hægt að flokka á þennan hátt þ.e. í meira- eða minniháttar framsal. Hæstiréttur Noregs treystir sér greinilega ekki til að rugga bátnum enda liggja þar undir sæstrengir til annarra Evrópuríkja og miklir fjárhagslegir hagsmunir. Niðurstaða hæstaréttar Noregs er því sú að 3. orkupakkinn hafi falið í sér minniháttar framsal á fullveldi Noregs og því hafi ekki verið þörf á auknum meirihluta í Stórþinginu. Ekki verður þó annað séð en að Stórþingið hafi brotið á stjórnarskrá Noregs með innleiðingu þriðja orkupakkans.
Alþingi er stöðugt að sneiða af fullveldi Íslands til ESB |
Hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Það stendur eftir sú staðreynd að hæstiréttur Noregs hefur kveðið upp þann dóm, að innleiðing 3 .orkupakkans hafi í raun verið framsal á fullveldi Noregs til ESB. Norsk lög gilda að sjálfsögðu ekki á Íslandi. Af dómi hæstaréttar Noregs má þó draga þá beinu ályktun, að innleiðing orkupakkans í íslensk lög hafi einnig falið í sér framsal á fullveldi Íslands til ESB þar sem enginn munur er á þeim gjörningum hvað varðar Noreg og Ísland skv. EES-samningnum. Íslenska stjórnarskráin hefur mun skýrari og strangari ákvæði um slíkt framsal. Stjórnarskrá Íslands leyfir nefnilega alls ekkert framsal á fullveldi Íslands til yfirþjóðlegs valds, sama hvað ESB-sinnar á Íslandi segja um málið.
Innleiðing 3. Orkupakka ESB í íslensk lög var skýrt stjórnarskrárbrot!
ref.
https://lovdata.no/dokument/NL/lov/1814-05-17-nn
https://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/day/2023/12/17/
Dægurmál | Breytt 1.9.2024 kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar reglur Reykjavíkurborgar, sem tóku gildi þ. 1. október 2023 kveða á gjaldskyldu í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík til klukkan níu á kvöldin, alla daga vikunnar. Nú þurfa eigendur fjölskyldubíla og vinnubíla í fyrsta sinn að greiða fyrir bílastæði á sunnudögum.
Kristján og Gunnar Jónassynir Mynd Mbl. |
Bræðurnir Gunnar Halldór og Kristján Aðalbjörn Jónassynir hafa rekið verslunina Kjötborg í um hálfa öld að Ásvallagötu 19. Þeir bræður hafa ávallt rekið verslunina sem samfélagsþjónustu og segja það lykilatriði að hafa meiri áhuga á fólki heldur en háum launum eða arðgreiðslum. Þeir eru fyrir löngu orðnir að lifandi goðsögnum enda er verslunin ein af elstu og í raun síðustu vígstöðvum lítilla matvöruverslana í borginni. Þar er boðið upp á hlýja, vinalega og persónulega þjónustu og verslunin hefur ávallt verið eins konar samfélags- og félagsmiðstöð í Vesturbænum ekki síst fyrir íbúa á Grund og nágrenni. Fyrir litla verslun er líka ótrúlegt að sjá allar þær mismunandi vörur sem þeir bjóða upp á. Ef þeir eiga það ekki til, þá panta þeir það örugglega og ef maður kemst ekki inn í búðina bjóða bræðurnir upp á að koma með vörurnar heim til þín.
Fyrir skömmu hófst gjaldskylda í Vesturbænum þar sem verslun bræðranna er staðsett þegar gjaldskyld svæði bílastæða í miðborginni voru víkkuð út. Þetta veldur því að bræðurnir geta ekki mætt til vinnu eða notað bifreið sem er þeim nauðsynleg til að viðhalda rekstrinum án þess að greiða í bílastæðamæli eða eiga á hættu að fá sekt. Upphæðirnar eru því fljótar að safnast upp.
Við þurfum nú að borga a.m.k. kr. 107.000.- á mánuði (kr. 1.284.000.-) fyrir bílastæði fyrir framan verslunina og ef ekki þá er sektin 4.500.- krónur. Þetta dregur mjög úr viljanum til að vera með einhverja þjónustu fyrir viðskiptavini, ég veit hreinlega ekki hvað þeir gerðu ef að búðin myndi hætta. sagði Gunnar kaupmaður í viðtali við Mbl í byrjun október 2023.
Hann segir að þetta gæti leitt til þess að þeir stytti opnunartíma verslunarinnar og segir að jafnvel komi til greina að loka búðinni á sunnudögum vegna gjaldskyldunnar. Hann segir ýmsa íbúa í hverfinu sýna þeim stuðning til að mynda var birt færsla í Facebook-hóp íbúa Vesturbæjar þar sem er biðlað til borgarstjórnar að koma til móts við bræðurna.
Gunnar Jónasson kaupmaður Mynd: J.V. |
Kristján harmar það í sama viðtali að gjaldskyldu á svæðinu hafi verið breytt án þess að samráð var haft við íbúa á svæðinu. Engin kynning um að þetta væri að koma, allt í einu komu bara einhverjir menn að setja upp staura.
Gunnar við hið rándýra bílastæði RVK-borgar Mynd: J.V. |
Þeir bræður búa ekki í hverfinu og geti því ekki fengið íbúakort til sleppa við það að borga í stæði þó þeir eigi og reki verslun sem er íbúum mjög mikilvæg. Hann segist vona að Reykjavíkurborg komi til móts við þá með einhvers konar rekstrarkorti eða verslunarkorti fyrir gjaldskyldu stæðin en kveðst ekki vongóður um að það gerist.
Þeir segja það einnig sorglegt að þessi gjaldskylda komi mögulega til með að fólk fari sjaldnar í heimsókn á elliheimilið Grund sem er rétt hjá Kjötborg. Fólk hættir að fara í heimsókn á Grund. Fólk nennir ekkert að borga í einn, tvo tíma í stæði og fara í heimsókn í Grund eða eiga í hættu að fá sekt. Ef við lokum á sunnudögum þá geta þeir sem eru að fara í heimsókn á Grund ekki keypt nammi eða gos fyrir sitt fólk.
Gunnar Jónasson í Kjötborg Mynd: J.V. |
Í viðtali við undirritaðan í dag kom fram að þeir Kjötborgarbræður fóru á fund Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur formanns umhverfis- og skipulagsráðs þ. 26. nóvember s.l. og ætluðu þau að "athuga málið". Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu málsins hjá Reykjavíkurborg en þess má geta að Pétursbúð á Ránargötunni er með einkastæði á sinni lóð og að ekki er gjaldskylda hjá Melabúðinni frekar en á öðrum stæðum sunnan við Hringbraut.
Gunnar veifar hér til að ná athygli Dags og Dóru. Mynd: J.V. |
Þess má geta að gerð var frábær heimildarmynd um verslunina og samfélag hennar sem heitir einfaldlega Kjötborg. Hún hefur hlotið frábæra dóma, var valin besta myndin á Patreksfirði heimildarmyndahátíðar á Vestfjörðum og hlaut hin árlegu Edduverðlaun sem besta heimildarmyndin. Sjá nánar hér að neðan...
ref.
Vildarvinir Kjötborgar á Facebook
Umfjöllun í Mbl. 1. október 2023
Um kvikmyndina Kjötborg í Guide to iceland.is
Kjötborg á Kvikmyndir.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orðaleikurinn heldur áfram. Hvernig getur "tilfærsla valds" verið annað en framsal á fullveldi þjóðar að mati RÚV? Hið rétta er að innleiðing 3. orkupakkans í norsk lög var framsal á fullveldi Noregs til ESB. Íslenska stjórnarskráin leyfir það ekki á meðan sú norska leyfir það ef framsalið er lítið. Málið í Noregi snérist því um það hvort framsalið var mikið eða lítið og komst Hæstiréttur Noregs að þeirri niðurstöðu að framsalið væri það lítið að það þyrfti ekki aukinn meirihluta í norska þinginu til að samþykkja það. Þessi niðurstaða staðfestir því að um fullveldisafsal var að ræða engu að síður sem er algjörlega andstætt íslensku stjórnarskránni. Alþingi Íslendinga braut því á stjórnarskránni 2019 með innleiðingu 3. orkupakkans. Framsal á valdi er stjórnarskrárbrot á Íslandi. Næst halda þeir því eflaust fram á RÚV að Bókun 35 feli í sér "tilfærslu" á löggjafarvaldi Alþingis til ESB en ekki framsal á fullveldi Íslands. Þegar ESB-sinnar ræða við ESB-sinna verður útkoman gjarnan ESB-sinnuð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2023
Magnaður fundur í Sandgerði
Hvers virði er fullveldi þjóðar? Hvers vegna ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að framselja löggjafarvald Alþingis til ESB? Magnaður fundur í Sandgerði 10. október 2023 um Bókun 35 o.fl.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2023
Hugmyndakonur halda hugmyndaþing
Til þess að ná eyrum fjölmiðla þarftu að fjalla um "hamfarahlýnun", "hatursorðræðu" eða "hánaskap" þ.e. eitthvað sem byrjar á stafnum "h".
https://elinora.blog.is/blog/elinora/entry/2294547/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2023
Stokkhólmsheilkennið og stjórnarskráin
Horfði í gær á þátt í sænska sjónvarpinu um hann Jóhann Gustafson frá Smálöndum í Suður Svíþjóð. Duglegur ungur drengur sem fór á mótorhjóli um Afríku ásamt vinum sínum. Í Malí datt þeim í huga að skoða borgina Timbuktu, aðallega til að merkja við hana á ferðakortinu. Þar var honum og félögum hans rænt af al-Qaeda skæruliðum og haldið í gíslingu í rúm fimm ár (þ.e. í rúmt eitt kjörtímabil). Til þess að friðmælast við ræningjana þá tók hann múslimatrú og þá voru honum skyndilega allir vegir færir. Í stað þessa að kúldrast einn í búri í brennheitri Sahara eyðimörkinni á daginn og henni ískaldri á kvöldin drakk hann nú te með mannræningjunum, fékk sama mat og þeir, spjallaði kumpánlega við þá við varðeldinn og gat hreyft sig um að vild. Sem múslimi átti hann það ekki á hættu að vera tekinn af lífi. Honum þótti orðið vænt um ræningjana. Johann þakkar sínum sæla fyrir að hafa lesið um sænska bankaræningjann Jan-Erik Olsson sem fann upp Stokkhólmsheilkennið árið 1973. Allir gíslar hans elskuðu og dáðu Janne Olson.
Gíslarnir í eyðimörkinni fyrir trúarskiptin |
Þingmenn sjálfstæðisflokksins eru nú í sömu aðstæðum Johann hinn sænski í eyðimörkinni og gíslarnir í sænska bankanum við Norrmalmstorg. Þeim hefur verið rænt. Til þess að fá að drekka te með forystunni, spjalla óheft um menn og málefni og eiga það ekki á hættu að vera útskúfaðir þurfa þeir að samþykkja allar tilskipanir ESB, sama hvaða nafni þær nefnast, jafnvel þær sem stangast á við stjórnarskrána, og alla almenna skynsemi. Þeir fá jafnvel að skrifa greinar í Moggann um stefnu Sjálfstæðisflokksins og halda flokkráðsfundi svo lengi sem þeir minnast ekki einu orði á að þeim hafi verið rænt, 3. orkupakkann og alls ekki Bókun 35.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fær tækifæri til að hafna frumvarpu utanríkisráðherra varðandi Bókun 35 við EES-samninginn laugardaginn 26. ágúst n.k.
Það verður reyndar afar undarleg uppákoma, ef Bókun 35 yrði ekki hafnað af sjálfstæðismönnum, þá er eitthvað alvarlegt að í flokknum.
Í þessu myndbandi fjallar Arnar Þór Jónsson um Bókun 35 og afleiðingar innleiðingar hennar í íslensk lög:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2023
Hvernig gengur rafbílavæðingin?
Nýlega var fjallað um rafbílavæðinguna í Svíþjóð í Svenska Dagbladet. Þar eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar að finna m.a. að þar í landi eru um 300 flutningabílar rafdrifnir og enn um 85.000 flutningabílar sem ganga fyrir dísel. Gott úrval af nýjum rafknúnum flutningabílum er að finna bæði hjá Scania og AB Volvo og mikil vinna er nú lögð í að koma upp stórum hleðslustöðvum um alla Svíþjóð en á móti kemur að rafbílavæðingin gengur mun hægar en raforkusalarnir höfðu vonast til. Þar kemur til m.a. stóraukinn fjárfestingarkostnaður þar sem venjulegur flutningabíll kostar um 1,5 milljón SEK (um 20M ISK) en rafknúinn um 4 milljónir SEK (um 52M ISK) þó svo rekstrarkostnaður sé lægri fyrir rafbíla. Uppsafnaður kostnaður er þó mun hærri fyrir rafknúna flutningabíla þegar upp er staðið. Flutningafyrirtækin kaupa rafknúna bíla fyrst og fremst til að prófa þá og til þess að sýna að þau séu að flýta orkuskiptum í nafni loftslagsmála. Svíar vilja því að sænska ríkið styðji í auknum mæli við rafbílavæðinguna en t.d. í Þýskalandi stendur ríkið að baki um 80% af aukakostnaði við rafvæðingu flutningabíla.
Sænskur flutningabíll í hleðslu |
Þau fyrirtæki sem sjá um að setja upp hleðslustöðvar víða um Svíþjóð óttast nú að rafbílavæðing flutningafyrirtækjanna muni ganga allt of hægt fyrir sig og að raforkukerfið ráði ekki við aukið álag en hver hleðslustöð eyðir jafn miklu rafmagni og 3 4 einbýlishúsahverfi. Áætlað er að setja upp um 50 nýjar hleðslustöðvar fyrir flutningabíla í Svíþjóð og stóru bílaframleiðendurnir AB Volvo, Tranton/Scania og Daimler Truck áætla að setja upp um 1.700 hleðslustöðvar fyrir flutningabíla meðfram vegakerfi Evrópu fyrir lok september 2024. Koma þarf hleðslustöðvunum fyrir á sömu stöðum og bílstjórarnir taka sér lögbundin hvíldarhlé. Menn óttast þó eins og fyrr sagði að fjöldi rafknúinna flutningabíla verði ekki eins mikill og áætlað hefur verið fyrst og fremst vegna hás fjármagnskostnaðar. Ekki má heldur gleyma himinháu verði á raforku í ESB löndunum sem eykur stórlega kostnað flutningafyrirtækjanna.
Þess má geta að margir flutninga- og rútubílstjórar sem undirritaður hefur rætt við hér á landi telja algjörlega óraunhæft, eins og tæknin er í dag, að ætla sér að rafvæða þessi stóru faratæki. Vegakerfið okkar ráði einfaldalega ekki við hinn gríðarlega mikla þunga faratækjanna (rafhlaðan í einum rafdrifnum strætó vegur t.d. um 4 tonn!) og kostnaður er allt of hár þrátt fyrir lægra orkuverð (ennþá) hér á landi miðað við raforkuverðið í Evrópu. Menn sjá ekki fyrir sér rafknúnar rútur á hálendi og í óbyggðum Íslands. Þetta eigi þó eftir að breytast m.a. með bættri tækni í gerð rafhlaðna. Eitt er þó víst, en það er að rafeindin hefur enn ekki sungið sitt síðasta.
ref./foto Svenska Dagbladet
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við lifum í afar vafasömu þjóðfélagi, sem beitir óspart ritskoðun og skoðanakúgun.
Jafnvel háskólar landsins taka þátt í þessum hildarleik sbr. mál Kristjáns Hreinsmögurs, mál sem allir eiga að kynna sér og hafa skoðun á.
https://www.facebook.com/kristjan.hreinsson
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2023
Hættum að úða garðana okkar með eitri!
Þegar býflugan deyr, þá deyja blómin.
Tími garðaúðunar dauðans er að hefjast. Eiturpésar ganga um með eiturkúta og gasgrímur. Eiturgufur þrengja sér inn um glugga og gættir. Krakkar og kettir kasta upp, fullorðnum verður bumbult.
Skordýraeitrið heitir "permetrín". Það er eitrað fyrir menn og spendýr en banvænt fyrir nær öll skordýr; fiðrildalifrur, blaðlýs, maura, köngulær, allar flugur jafnt býflugur sem hunangsflugur.
Permetrín drepur ALLT líf í garðinum. Það drepur fiska og það getur valdið ofnæmi hjá fólki. Það strádrepur ketti. Það brotnar þó fljótt niður en er mjög öflugt á meðan það er virkt.
Eitrið drepur öll skordýr, jafnt gagnleg sem "ógagnleg".
Garðaúðun raskar lífríki náttúrunnar.
Garðaúðun er hryðjuverk gegn lífríkinu.
Mikil vandamál hafa skapast víða t.d. á Bretlandseyjum. Þar er hunangsflugan horfin. Býflugur eru að hverfa í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að blóm og jurtir að ýmsum toga frjóvgast ekki lengur. Lífríkinu hefur hnignað stórlega.
Til eru aðrar einfaldar leiðir til að halda skaðlegum skordýrum í skefjum en garðaúðun með banvænu eitri. T.d, með því að velja réttar tegundir gróðurs í garða. Tryggja nægilegt vatn og næringu. Úða bara með vatni á vorin þegar fiðrildalifrur kvikna.
Verndum lífríki náttúrunnar. Sláum skjaldborg um hunangsfluguna.
Heilbrigð humla að störfum |
Áhugaverðir hlekkir:
Verndum skordýrin á Jörðinni
Bumbebees in Crisis
The Honey Bee Crisis
Practical Approaches to Pest Control: The Use of Natural Compounds
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)