22.7.2011
Freud er allur
Einn merkasti listmálari nútímans, Lucian Freud lést nýlega, 88 ára gamall. Hann var sonarsonur Sigmunds Freuds en faðir hans var arkitekt. Freud var einkum þekktur fyrir portrettmyndir sínar en myndir hans seldust fyrir háar fjárhæðir, þar á meðal mynd af nakinni konu sofandi í sófa, sem seldist árið 2008 fyrir 33,6 milljónir dala, rúma 3,9 milljarða króna. Sjálf Englandsdrottning mun hafa setið fyrir hjá málaranum, kappklædd.
Fræga holdmikla nakta konan heitir hins hegar Sue Tilley en hún lýsti því í viðtali að það hefði tekið Freud um 9 mánuði að mála myndina dýru. Áhugavert viðtal við Sue má lesa hér.
![]() | Keep it simple BB King |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2011
Hvað er að gerast undir Íslandi?
Eins og kunnugt er, hefur Ísland þá jarðfræðilegu sérstöðu að þar fer saman heitur reitur og landrek. Landið er smám saman að gliðna í sundur og undir kraumar kvika, sem á upptök sín djúpt í jarðskorpunni. Rannsóknir jarðskjálftamælinga á Íslandi (seismic imaging), benda til þess, að kvikan geti stigið á mjög óreglulegan hátt upp á yfirborð jarðar og þurfi alls ekki að fylgja neinu þekktu mynstri. Öfugt við það sem áður var talið þarf hún því ekki að safnast í kvikuhólf a.m.k ekki í því formi sem menn hafa haldið til þessa. Kvikan getur því sullað og bullað í jarðskorpunni líkt og heitt síróp í potti. Slíkar hreyfingar (kvikukraum?) geta eflaust verið orsök jarðskjálfta í vissum tilvikum.
Nýleg grein í New Scientist dregur í efa tilvist kvikuhólfa undir jarðskorpunni, sem menn hafa lengi ímyndað sér að séu til staðar í eldfjöllum einkum þar sem er að finna "heita reiti" (e:hot spots) eins og á Íslandi og á Havaíeyjum.
Fróðlegt verður því að vita, hvar kvikuraumið næst sullar og bullar upp úr jörðinni. Jarðskjálftakort Veðurstofunnar bendir til þess, að kvikan sé orðin óþolinmóð og vilji ólm brjótast upp á yfirborðið. En hvar, það veit enginn.
Keep it simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2011
Ný meðferð við slitgigt í hnjám?
Slitgigt í burðarliðum svo sem ökklum, hnjám og mjöðmum er eitt algengasta vandamál sem rekur á fjörur gigtarlækna í dag. Engin sértæk meðferð er til við sjúkdómnum, sem oftast er hæggengur og veldur langvarandi verkjum, stirðleika og hreyfihindrun. Kostnaður þjóðfélagsins vegna slitgigtar er gífurlegur.
Nú hafa vísindamenn við háskólasjúkrahús í Ontario í Kanada (Western Ontario McMaster Universities (WOMAC)) komist að því að gamalt og gott sýklalyf, doxycykline dregur úr liðskemmdum vegna slitgigtar þegar til lengri tíma er litið. Þetta eru mjög merkilegar niðurstöður og verða eflaust grunnur að frekari rannsóknum á þessu sviði og þróunar nýrra lyfja við slitgigt. Ekki veitir af!
Keep it simple BB King |
Dægurmál | Breytt 21.7.2011 kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blúsarinn ungi, Marquise Knox, sem heillaði okkur öll á Blúshátíðinni í apríl s.l. hefur nú verið tilnefndur til Riverfront Times tónistarverðlaunanna í ár (RFT).
Marquise er af mörgum talinn vera einn efnilegasti ungi blúsarinn og hefur verið nefndur sem arftaki BB King.
Styðjum öll við bakið á Marquise Knox en hann er tilnefndur í flokknum "Best Solo Artist (Male)" (flokkur nr. 14).
Einnig er hægt að skrifa nafnið hans í flokk nr. 16 (Best Blues Artist) og flokk nr. 18 (Best New Artist).
Slóðin er: http://polls.riverfronttimes.com/polls/stl/musicshowcase2011/
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2011
Er einelti um allt land?
Margir búa við varanlegar afleiðingar eineltis í skólakerfinu. Því miður taka kennarar of oft þátt í leiknum. Heilu skólarnir þagga málin niður.
Taktu þátt í eineltiskönnuninni og sendu tölvupóst á: eineltiumalltland@gmail.com
þá færðu sendan spurningalista um einelti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2011
Vasti Jackson í kvöld á Blúshátíð
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011
Kemur BB King á Blúshátíðina í apríl?
Kannski, kannski ekki. Það er óvíst hvort hann treysti sér. Hitt er víst að hingað kemur ungur blúsari, sem reyndar verður tvítugur á þessu ári. Hér er um að ræða Marquise Knox. Hann lærði að syngja og spila blús af afa sínum (auðvitað). Það er greinilegt að hann er með blúsinn í genunum. Það verður mikill heiður að fá þennan unga blúsara hingað til lands en hann mun spila á Blúshátíðinni í Reykjavík í apríl n.k. Það er engin spurning að hann verður einn af þeim stóru a.m.k. ef honum tekst að forðast kvenfólk, viskí og vindla :)
Keep it simple BB King | |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2011
Miðinn
Í landi grænu nýbylgjunnar hefur ný venja rutt sér til rúms. Þeir, sem kaupa vörur og þjónustu fá ekki lengur kvittun fyrir kaupunum. Þetta hefur ýmsa kosti í för með sér. Menn þurfa ekki lengur að ergja sig yfir dýrtíðinni, verðbólgunni og losna algjörlega við að rífa kjaft ef svindlað er á þeim. Hvað þá að útskýra eyðsluna eða vitlausar fjárfestingar. Þessi nýja venja hefur teygt anga sína út fyrir landsteinana. Heyrst hefur, að þeir sem sömdu um Icesave fyrir okkar hönd hafi vakið aðdáun Breta og Hollendinga fyrir lítillæti og hógværð.
Eftirfarandi samtal átt sér stað þegar íslenska samninganefndin kvaddi viðmælendur sína:
Bretar: "Viltu fá afritið?
Íslendingar: "Ha?"
Bretar: "Viltu fá miðann?"
Íslendingar: "Nei hent'onum bara."
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt 16.1.2011 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2010
Skálmað yfir ómaldanna skildi
Nýja hljómplata víkinga-málm-rokksveitinni Skálmaldar markar tímamót íslenskri tónlistarsögu. Þeir, sem enn hafa ekki barið þessa rammíslensku ómvíkinga augum og eyrum á tónleikum eru eindregið hvattir að gera hið snarasta. Þeir eru nú komnir í flokk með Björk, Sigurrós, Jónsa og Emilíönu. Sjáið bara til.
Unnendur málmgjalladi víkingarokks skipta milljónum í hinum stóra heimi enda stefna þessir víkingar ótrauðir á útrás. Já, þið lásuð rétt: Útrás!
Skálmöld hefur þegar fengið boð um að spila á tónlistarhátiðinni í Wacken á næsta haustjafndægri. Þetta er æðsta viðurkenning rafmálmgjallandans.
Þar mun verða um að ræða alvöru útrás, sem ekki byggist eingöngu á væntingum og loftköstulum. Þeir sem kaupa nýju plötuna og borga sig inn á tónleika með Skálmöld fá að upplifa raunverulega skálmöld. Víkingakvæði, rímnasöng, skínandi vopn, leðurbrynjur og skálmar, heitstreningar, ramman seið, blót og svita. Engin tár og tapaða milljarða. Hér fá menn að upplifa stolt, von um betri tíð, styrk og djöfrung hins unga víkings. Tónlist Skálmaldar er heiðarleg og sönn íslensk tónlist. Er hægt að biðja um meira?
Öll umgjörð plötunnar, hugmyndasmíði, tónlist, útsetningar, upptökur og ekki síst plötualbúmið sjálft er hreint listaverk og mikið í lagt. Þessi plata á eftir að vekja íslensku þjóðina upp af svefni liðleskjunnar.
Ég óska Skálmöd innilega til hamingju með þessa frábæru plötu, sem heitir einfaldlega "Baldur". Baldur er mættur á svæðið og boðar betri tíð.
Keep it Simple
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)