Færsluflokkur: Dægurmál
10.3.2010
Nýr Guttormur?
Margir sakna Guttorms úr Húsdýragarðinum. Gutti var lengi stórasta naut í heimi, a.m.k. í augum litla fólksins.
Nú er lag að fá í garðinn nýjan geðgóðan nautkálf, en þó með sjálfstæða vilja. Hann ætti auðvitað að heita Ögmundur.
![]() |
Risakálfur undir Eyjafjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Íslendingar eru skynsöm þjóð. Við höfum löngum talið okkur til þeirra, sem helst hvetja til og stuðla að framþróun og framförum á ýmsum sviðum. Tæknin er okkur afar hugleikin. Hér á landi býr vel menntuð þjóð með ríka réttlætiskennd. Sannleikurinn, þó það sé heimspekilegt hugtak, er hér á landi mikilvægur gjaldmiðill í samskiptum manna. Án sannleikans erum við lítils virði. Án sannleikans er allt í plati. Tæknilega séð.
![]() | Margir muna eftir vetnisvæðingunni svonefndu. Hrein orka fallvatnanna skyldi virkjuð til að framleiða vetni, sem notað yrði til að knýja farartæki ýmiss konar. Græn orka, engin mengun, hljómar mjög vel. Vetnisstöðin við Suðurlandsveg var opnuð almenningi við hátíðlega athöfn í nóvember 2007. Atburðurinn vakti talsverða athygli fjölmiðla og sá Reuters fréttastofan ástæðu til að vera með sérstaka umfjöllun um málið. VIDEO |
Um tíma spókuðu sig á götum Reykjavíkur glæsilegir strætisvagnar knúnir vetni. Mengunarlaus strætó virðist auðvitað góður kostur. Enginn reykur, enginn koltvísýringur, engin lykt, enginn mengandi útblástur, einungis hreint vatn. Nú eru þeir algjörlega horfnir af götunum og enginn veit af hverju. Dæmið gekk ekki upp að því er virðist.
![]() |
Þegar vetnisbílar eru skoðaðir nánar kemur í ljós, að vetnið er framleitt með rafgreiningu þ.e. rafmagn er notað til að framleiða vetni. Vetnið er aftur notað til að búa til raforku. Vetnisbílarnir voru þá þegar allt kom til alls ekki knúnir af vetni heldur raforku. Hverjum hefði dottið þetta í hug? Vetnisbíllinn notar því í raun rafmagn til að komast áfram. Þá vaknar ný spurning?
![]() |
Hvers vegna ekki að nota rafmagnið beint á bílinn og losna við vetnið sem millistig og það orkutap sem óhjákvæmilega á sér stað við það (allt að 40%)? Ljóst er, að nýlegir rafbílar nota litla rafgeyma eða rafhlöður, sem eru sambærilegar við þær sem fartölvur nota (einungis stærri) og hægt er að aka venjulegum fólksbíl allt að 400 km á einni hleðslu. Rafhlaðan er því ekki lengur nein fyrirstaða. Hvers vegna eru þá vetnisbílar enn inni í myndinni? Hvers vegna eru vetnisbílar á Íslandi kallaðir "rafbílar" af yfirvöldum. Er vetnið enn sett ofar sjálfu rafmagninu, sem við eigum þó nóg af? Er etv. ástæða til að gefa vetnisbólunni smá straum svo hún springi? Bólur geta verið til ama.
Þetta er áhugaverðar spurningar einkum fyrir þjóð sem setur sannleikann ofar öllu.
ps
Það er engin ástæða til að hætta að framleiða vetni. Við getum selt það þeim, sem ekki hafa aðgang að nægu rafmagni og sem vilja nota vetnisbíla. Þeir hinir sömu myndu varla kalla slíka bíla "rafbíla". Eða hvað?
Áhugaverðar síður:
http://agust.net/vetni/
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/616428/
Dægurmál | Breytt 7.3.2010 kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2010
Speisað veður
Norðurljósanördar gleðjast nú yfir aukinni virkni sólarinnar. Árið 2009 var sólin án sólbetta í 260 daga (þ.e. 71% af árinu).
![]() |
Í fyrsta skipti í langan tíma sjást nú sólbletti (sunspots) á okkar ylhýru sól. Meiri sólvindur veldur auknum norðurljósum ef sólvindurinn lendir á Jörðinni.
Hægt er að fylgjast með virkni sólarinnar og norðurljósa á norðurhjara veraldar í rauntíma á vefnum:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2010
Hin rísandi sól hagfræðinnar
"Í garðinum eru fjórar árstíðir, sumar, vetur, vor og haust" sagði garðyrkjumaðurinn Chance á sínum tíma. Sá hinn sami varð um skeið einn helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Bandaríkjanna, vegna þessarar einföldu en djúpu speki, a.m.k. ef trúa má kvikmyndinni Being there.
Nú er vor í lofti í aldingarði hagfræðinnar á Íslandi, ef marka má orð Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í frægu útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu þ. 12. febrúar 2010.
"Að hagvöxtur aukist hér á landi er jafn víst og að sólin kemur upp á morgun".
Þetta eru góðar fréttir. Það vakti athygli að prófessorinn mátti ekki vera að því klára viðtalið. Efnahagur þjóðarinnar er í beinu samhengi við gang himintunglanna og snúning jarðar og sveiflast er ekki einungis með árstíðunum. Prófessorinn skundaði út að þessu mæltu með spekingssvip. Hann þurfti væntanlega að sinna garðyrkjustörfum og gá til veðurs, hver veit? Stjörnubjart var orðið þegar viðtalinu lauk.
Það vekur athygli þegar menn rjúka á dyr og skella hurðum í miðjum viðtölum. Eitthvað var því látið ósagt. Hins vegar var það, sem sagt var í þættinum væntanlega mun merkilegra en það sem ekki var sagt. Ég hvet því alla, jafnt aðdáendur Jerzy Kosińskis sem og aðdáendur íslenskrar hagfræðispeki, að hlusta á þetta athyglisverða viðtal á Útvarpi Sögu.
Það vorar í garðinum. Íslenskir garðyrkjubændur eru bæði vel menntaðir og skýrir í hugsun. Uppskeran er eftir því. Og á morgun rís sólin í austri.
Keep it simple!
BB King
Dægurmál | Breytt 14.2.2010 kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
S.l. haust voru staddir hér á landi ungir Íslandsvinir frá Stóru-Bretlandsyjunni. Um er um að ræða lítinn hóp sjálfstæðra kvikmyndagerðamanna sér hafa það markmið að gera heimildarmynd um Ísland eftir bankaránið mikla.
Myndin nefnist "FUTURE OF HOPE" Feature-length Documentary.
Markmið þessarar heimildarmyndar, sem dreift verður um allan heim, er að sýna og kynna það jákvæða sem komið hefur fram eftir efnahagshrunið hér á landi og bæta orðspor og ímynd landsins. Einnig er markmiðið að vekja von og sjálfstraust meðal Íslendinga.
(sýnishorn úr öðrum myndum SweetChilliFilms)
Hægt er að sjá búta úr myndinni hér.
Einnig er stuðningshópur á Facebook.
Allir þeir, sem vilja leggja þessu verkefni lið á einhvern hátt geta haft samband við framleiðanda myndarinnar Heather Millard
Heather og Svala![]() |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010
Melódíur Minninganna
Munið bara að heimsækja tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara á Bíoldudal. Safnið nefnist "Melídíur Minninganna" og státar m.a. af því að hafa til varðveislu rauða jakkann hans Hauks Morthens söngvara o.fl. dýrgripi.
![]() |
Stefnir í gott ferðasumar á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2010
Skilaboð að handan
Heyrði í dag viðtal við ágæta maddömu á Útvarpi Sögu, sem framleiðir græðandi smyrsl fyrir menn og gæludýr, sem svínvirka. Uppskriftina hafði hún ekki fengið frá ömmu sinni að vestan eins og við hin, heldur "að handan".
Önnur skilaboð að handan komu fram í þætti Egils Helgasonar, Kiljunni í kvöld. Þau voru frá ekki ómerkari manni en PJ Salinger og voru tileinkuð íslensku þjóðinni:
"- it may be as well to tell you what I really thought when your messages reached me: That I feel you're all very lycky (and I hope all or most of you feel so, too) to be living in a relatively remote, relatively unspoiled, unpolluted, relatively independant part of the planet. Do try to be aware of it, and to rejoice a little, as often as you can, or now and then."
Keep it simple!
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2010
Magnaður Andskoti
..er nafn á félagsskap magnaravarða, sem eru að vinna að hönnun og smíði íslensks lampamagnara fyrir rafmagnsgítara. Hér er um að ræða magnaðan grip, alveg hreint magnaðan andskota.
Hægt er að berja gripinn augum og sjá viðtal við Þröst I. Víðisson rafeindavirkja, frumkvöðul og Yfirmagnaravörð hjá Mögnuðum Andskotum á
ÍNN í kvöld kl. 21:00 í þættinum FRUMKVÖÐLAR.
Í þættinum kemur einnig fram hinn snjalli gítarleikari Gummi Pé. Hann prófar þar nýja lampamagnarann og gefur honum einkunn að hætti hússins.
Þátturinn verður síðan endursýndur á 2ja tíma fresti til og með kl. 17. næsta dag þ.e. þ. 2. febrúar n.k.
Einnig er hægt að horfa á þáttinn á INNTV.is
Keep it Simple!
BB King
Dægurmál | Breytt 2.2.2010 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010
Að einfalda hið flókna
"Það er sem er erfiðast við að skrifa, er að láta allt líta út fyrir að vera svo auðvelt", segir Paul Auster í nýlegu viðtali í tilefni af útkomu bókar sinnar "Invisible", sem er hans 13. skáldsaga og sem margir telja vera eina af hans bestu bókum ef ekki þá allra bestu.
Eins og margir óvirkir bókaormar heyrði ég fyrst talað um Auster um haustið 2005 er hann gisti hér á Skáldanótt. Hann svaraði þá fyrirspurnum Torfa Tuliniusar í Norræna húsinu og áritaði bækur sínar í Bókabúð M&M á Laugaveginum og las úr verkum sínum á gömlum leikhúsfjölum við Tjörnina.
Paul Auster er merkilegur rithöfundur. Við fyrstu sýn virðast bækur hans ákaflega óspennandi og hversdagslegar en þegar haldið er á, þá gerist einhver galdur, textinn hverfur og sagan stendur eftir, ein og óstudd. Þegar lestrinum lýkur, átta menn sig á því að einhver brögð eru í tafli og hefja þá lesturinn að nýju til þess að sjá í gegn um galdurinn. Þá opnast nýjar víddir og hliðargötur og menn eru engu nær. Einungis tónn sögunnar verður eftir. Sagan verður því eins og tónlist, sem skapar ákveðna stemningu, þar sem nóturnar þvælast ekki lengur fyrir. Auster lætur ekki góma sig, hann verður ósýnlegur.
Mæli eindregið með þessari nýju bók meistarans sem er þrískipt þ.e. þriggja-sögumanna-bók, sem Auster vefur saman á listilegan hátt. Þar koma fram margir sterkir en afar kynlegir kvistir. Hún er í senn spennandi og djörf og margslungin i einfaldleik sínum.
Hið enifalda er oft of flókið til að hægt sé að flækja það enn meira.
"Keep it Simple"
BB King
Hér er áhugaverð umfjöllun í The New Yorker
Dægurmál | Breytt 22.1.2010 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2010
Icesave í salt?
Miklar vetrarhörkur eru nú á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu, Al Gore og fylgismönnum hans til mikillar armæðu. Fréttir berast nú af því, að götusalt sé nú uppurið á Bretlandseyjum og þvi renna bifreiðar þvers og kruss um götur þarlendis. Einnig peningavagnar.
Nú ættu Íslendingar að brjóta odd af oflæti sínu og senda Bretum nokkra skipsfarma af salti. Setja salt í sárin, ef svo má að orði komast. Með þessum söltu sendingum, sem væri framlag okkar til breska heimsveldisins gætum við brætt vetrarísinn þar í landi og eflaust einnig einhver bresk hjörtu í leiðinni.
Svo mætti með vorinu stofna nyja reikninga í Evrópu - SALTSAVE?
Við söltum þetta bara
Keep it Simple!
BB King
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)