Færsluflokkur: Dægurmál

Sameiningartákn

Undanfarið hafa þær raddir gerst háværari sem halda því fram að íslensku þjóðina skorti sárlega sameiningartákn. Skorti nú leiðtoga, sem er fyrirmynd annarra, vekur von í brjósti og sem leiðir okkur áfram að sameiginlegu takmarki. Að okkur skorti leiðtoga, sem með eigin athöfnum og æði, sýni í verki hvers við erum megnug, þegar við stöndum saman sem þjóðarheild og að þegar á reynir geti bröltið upp pýramída valds og græðgi vikið um stund fyrir þjóðarhagsmunum. 

Slík stund var í gærkveldi.

Þjóðin sameinaðist um eitt markmið. Að bæta hag þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdóma og slysa. Þar kom fram nýtt sameiningartákn þjóðarinnar en úr þeirri átt þangað sem fáir þora að líta, nema þegar þeir neyðast til þess. Úr þeim skika mannlífsins þar sem lífið snýst ekki um hæstu launin eða glæsilegasta bústaðinn eða fínustu veislurnar. Þar sem lífið snýst frekar um að geta stigið í fæturna, með reisn.

Edda Heiðrún Bachmann leikkona sýndi okkur á sannfærandi hátt hvaða eiginleikum leiðtogi og sameiningartákn þjóðarinnar þarf að vera gæddur. Góð og þörf lexía hjá þér Edda Heiðrún! Um stund reis þjóðin upp og stóð saman vegna þín.
Til hamingju!  

fotlun.jpg

Að hætta

Mönnum reynist oft erfitt að hætta, þrátt fyrir fögur fyrirheit og einbeittan vilja. Að hætta við að hætta er ekki óalgengur kvilli. Ótrúlega margir hafa hætt að reykja og drekka. Í alvöru.

Og síðan hætt við að hætta.

Nú hóta sumir því að hætta að lesa Moggann. Stíga á stokk og strengja þess heit.

Sannleikurinn er sá að ALLIR munu lesa Moggann og blaðið á morgun (eða hinn) verður líklega mest lesna dagblaðið í Evrópu (miðað við fjölda lesenda að sjálfsögðu).

Nú VERÐA allir að lesa Moggann. Hvort sem menn eru með eða á móti.

Spurningin er bara: Hvar og hvernig?

quit.jpg

"Það er engin leið að hætta"...
Stuðmenn

 

Keep it simple!
BB King


Formúla Dan Brown fundin!

Það er vtað mál að Dan Brow notar ákveðna formúli í uppbyggingu spennusagna sinna. Hann byrjar á því að velja einhverja stórborg sem sögusvið og síðan velur hann vondu karlana, þ.e. einhvern hóp dulspekiterrorista. Nýjasta bók hans "Týnda táknið" er engin undnatekning frá þessari formúlu. Þar er sögusviðið Washington DC, höfuðborg Bandaríkjana. Langdon prófessor á þar í höggi við einn eftirminnilegasa skúrk spennusagnanna; Mal'akh.

freem_911305.jpg

Bókin er mjög spennandi eins og aðrar bækur Browns og er óhætt að mæla með henni. Spurningin er bara: Hver getur leikið SATO? (yfirmanninn hjá CIA). Ljóst er, að Brown kann að skrifa spennusögur, kann að fá lesandann til að fletta blaðsíðum, eins og einhver sagði. Hann hefur hins vegar verið gagnrýndur fyrir klaufalegar samræður í bókum sínu, en það er líklega bara eintóm örundsýki?  

Nú geta menn sjálfir sett saman sína eigin spennusögu í anda Dan Brown. Það eina sem þarf til er Dan Brown formúlivélin. Einungis þarf að velja stórborg og einhvern hóp illmenna og sagan skrifar sig sjálf.Enn vantar þó Reykjavík á listann.

  George Washington sem Zeuszeus.jpg


Sönn saga af útrásarvíkingum

Eftirfarandi sögu fékk ég frá starfsbróður mínum í Noregi (nöfnum og staðháttum breytt):

"Það er gríðarlegur sparnaður hjá okkur hér í Noregi og í raun í öllu heilbrigðiskerfinu. Það gríðarlegur halli 1,3 miljarðar Nkr á Oslo Universitetssykehus eins og fyrirbærið heitir núna en þetta er í raun langstærsta sjúkrahús Norðurlanda með um 23.000 starfsmönnum (Ullevål, Rikshospitalet, Radiumhospitalet, Aker sykehus). Kreppan kom aldrei hingað og í raun er farið að aflýsa henni en það er ekki eins og smjör drjúpi af hverju strái hér í Noregi eins og ætla mætti þegar maður les fréttir frá Íslandi. 
...
Það er farið að bera á miklum fólksflutningi íslendinga hingað.  Það eru nú um 6.700 Íslendingar í Noregi.  Álagið á íslenska prestinum hér er þvílíkt.  Safnaðarstjórinn og tveir aðrir tóku upp á því að hafa vaktsíma og skiptast á viku í senn til að taka álagið af prestinum sem er kona sem á sjálf lítil börn sjálf. Þetta er  vegna fólks sem kemur frá Íslandi nánast alslaust og illa undirbúið. Hann var segja mér frá fölskyldu íslenskri ung hjón með tvö börn 3ja og 8 mánaða sem var búið að hafast við í tjaldi síðustu 3-4vikur hérna fyrir utan Ósló þeas í Drammen og var alveg peningalaust.  Það kom á sinni bifreið sem það flutti út til Danmerkur þar sem það ætlaði upphaflega og hafði sent peninga á undan sér til einhverjar íslenskrar konu þar sem sveik þau og bara stal þessu.  Í Danmörku var ekkert neina vinnu að fá og síðan komu þau hingað þar sem enga hjálp var þar að fá.  Þessi vesalings fjölskilda kom náttúrulega að lokuðum dyrum í sendiráðum Íslands í bæði Danmörku og Noregi þar sem sendiráðin hafa nánast ekkert fé og eru í söluferli að mér hefur skilist.  Sendiráðin fá fjárveitingar í íslenskum peningum og ná rétt að hokra og geta ekki hjálpað neitt geta rétt haldið sér uppi með að borga rafmagn og laun.
Kunningi minn er búinn að vera hér í Noregi lengi og hefur góð sambönd við marga útgerðaraðila hér í Noregi hann gat sem betur fer greitt götu þeirra. Komið þeim í húsaskjól og fór með þau á félagsmálastofnunina hér sem lét þeim í hendur  peninga  fyrir mat, gistingu og bensíni á leið þeirra norður til Norður Noregs, þar sem hann hafði komið heimilisföðurnum í vinnu á togara hjá kunningja sínum norskum sem einnig hafði skaffað gott húsnæði fyrir þau.  Já þau héldu norður núna á laugardaginn og þökkuðu honum hjálpina með tárin í augunum.   Já þetta er ein sagan af því miður ótrúlega mörgum hörmungarsögum sem maður hefur heyrt síðustu vikur.  Kunningi minn var meira að segja búinn að ræða við nokkra vinnuveitendur í Norður og Vesturhluta Noregs þar sem vantar vinnufúsar hendur til að geta sent Íslendinga sem lenda á vergangi hér á Óslóarsvæðinu.

Ég sá í íslensku fréttunum að það á að fara að skera niður þjónustuna á Landspítalanum með ráðningabanni og uppsögnum á lausráðnu starfsfólki, því miður held ég að þetta sé aðeins byrjunin á niðurskurðinum sem er varanlegur en ekki neitt tímabundið fyrirbæri á Íslandi.

....Held að fólk þurfi nánast að fá viðvörun. 
Þessi síðasta útrás Íslendinga virðist oft bæði lítt hugsuð og byggist á fyrirhyggjuleysi og innistæðulausri bjartsýni.  Það eru ótal dæmi um að fólk fari úr öskunni í eldinn.
Einn smiður sem ég þekki vel, Íslendingur l búsettur hér í nokkuð mörg ár, duglegur og framtaksamur og auglýsti fyrir skömmu eftir smiðum frá Íslndi, það voru margir sem hringdu en þeir voru fæstir ánægðir með launin enda er hér borgaður skattur og grunnlaun smiða eru ekkert hærri á Norgi en á Íslandi núna eftir hrunið.  Þau voru svo mikið hærri fyrir hrunið.  Það fór svo að af þessum stóra hópi sem hafði samband við hann, hélt að það hefði verið milli 100 og 200 manns var enginn sem kom.  Menn létu liggja að þvi að það væri betra á Íslandi á atvinnuleysistryggingum og að vinna á svörtu skattlaust en að vinna og borga skatt hér í Noregi.

Kveðjur...."


oslo.jpg



Ný bókabúð

Mál og Menning er flutt þ.e bækurnar og fólkið en nafnið var skilið eftir. Húsið á Skólavörðustígnum hýsti áður banka og auðvitað stóran peningaskáp.

Hvernig er best að lýsa nýrri bókabúð? Þar er að finna bækur, blöð, tímarit, ritföng, endalausar hillur, starfsfólk, viðskiptavini, kaffistofu, allt þetta venjulega og hefðbundna, sem tilheyrir bókabúð. Það voru margar nýjar bækur í hillunum, sem ég hafið ekki séð áður. Framsæknar og metnaðarfullar bækur. Óþekktar bækur. Einnig eldri og betur þekktar bækur. Sumar jafnvel orðnar klassískar. Djarfar bækur, feimnar bækur. Bækur um fugla og bækur um steina. Undir einum staflanum fundust jafnvel gamlir vinir, sígildar listaverkabækur, sem alltaf er gaman að rekast á og sem maður hefur vanrækt. En sem gaman væri að kynna sér aftur. 

Mál og Menning heitir nú Penninn eða  Eymundsson. Penninn heitir áfram Penninn eða Eymundsson en glænýja bókabúðin á Laugaveginum þar sem Mál og Menning var áður til húsa heitir nú Mál og Menning.

Eitthvað dularfullt og dálítið svona Kaupthinking...

Ég óska eigendum og starfsfólkinu til hamingju með nýju bókabúðina!  Og bestu kveðjur til hinna

books_sculpture.jpg
Books as sculpture
     

Alheimur eða fjölheimar?

"Hvert orð er atvik"
             Þorsteinn frá Hamri

Árið 2003 var haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum Stanford háskólans í Bandaríkjunum, sem nefndist Universe or Multiverse? (Alheimur eða fjölheimar?). Þar leiddu saman hesta sína og hugvit helstu sérfræðingar á sviði stjarnfræði, stjarneðlisfræði og alheimsfræði (cosmology). Aðrar stórar ráðstefnur þar sem svipað efni bar á góma hafa reyndar verið haldnar árið 2001 og 2005. Meðal þátttakenda var hinn heimsfrægi eðlisfræðingur Stewen W. Hawking og margir samstarfsmenn hans.

Umræðuefnið var: "Er einungis til einn heimur, Alheimur  eða eru e.t.v. til margir heimar?"

milkyway.jpg  Vetrarbrautin okkar

Menn hafa hingað til almennt verið þeirrar skoðunar, að við búum í einum stórum alheimi og að allar umræður um fjölheima séu á mörkum vísindalegrar hugsunar og jafnvel út í hött.

milky-way.jpg Vetrarbrautin að næturlagi

Öll umræða og umhugsun hlýtur þó að vera til einhvers gagns. Við eigum þó erfitt með að ímynda okkur að það fyrirfinnast ókunnir heimar, aðskildir okkar eigin "Alheimi" þar sem önnur, óþekkt náttúru- og eðlisfræðilögmál ráða ríkjum. Mörgum þykja slíkar vangaveltur  vera harla fjarstæðukenndar. Deilur hafa auðvitað sprottið upp um nafngiftir og hugtök í þessu sambandi og menn hafa jafnvel deilt um hvort nota beri lítinn eða stóran staf t.d í orðinu alheimur. (Ungfrú Alheimur er þó væntanlega ekki í neinum vafa).  

Ein af ástæðunum fyrir auknum áhuga á hugsanlegri tilvist fjölheima er sú, að slíkar hugmyndir og tilheyrandi tilgátur gefa vissa möguleika á að útskýra tilkomu og myndun alheimsins þ.e. okkar nú þekkta heims. Flestir eðlisfræðingar líta hins vegar alheimsfræðina hornauga og telja hana óvísindalega. Þar taki trúarbrögðin við.

andromedagalaxy_840836.jpg

Andromeda-
nágrannar okkar

Margir frægir skríbentar og mannvitsbrekkur hafa tjáð sig um þetta efni og má þar nefna kunna höfunda svo sem Sheldon Glashow (Nóbelshafi í eðlisfræði og höfund GUT kenningarinnar), Martin Gardner (stærðfræðingurinn ágæti úr Scientific American), George F.R. Ellis (eins konar heimsmeistari í alheimsfræðum) og Paul Davies (eðlisfræðingur og þekktur rithöfundur, sem skrifaði m.a. bókina "Mind of God"). Þessir ágætu menn hafa bent á, að til að skilja umhverfi okkar til fulls í stóru samhengi þurfum við að líta út fyrir hefðbundinn hugmyndaheim okkar og ekki sé hægt að beita hefðbundnum vísindalegum tilraunum við rannsóknir á sviði alheimsfræðinnar. Reynslan sýnir þó, að væntanlega er þess ekki langt að bíða að svo geti orðið. 

mindofgod.jpg

Í þessu samhengi er þó athyglisvert að minnast orða franska heimspekingsins Auguste Comte (höfundur framstefnunnar - positivisma), sem árið 1859 mælti eitthvað á þá leið að:
"Maðurinn mun aldrei nokkurn tímann verða fær um að rannsaka efnasamsetningu fjarlægra stjarna. Framtíðin (framstefnunnar) liggur eingöngu í rannsóknum innan okkar eigin sólkerfis. Alheimurinn verður aldrei rannsakaður með neinum vísindalegum aðferðum."

anthrosophy.jpg

Vissulega má segja, að anthrópósófistar þ.e. þeir sem aðhyllast rök út frá fínstillingu náttúrulögmála alheimsins, sem gerir lífið mögulegt (sbr. The Anthropic Principle) þvælist fyrir kenningum alheimssinna. Skoðanir eru þó almennt mjög umdeildar um þessi efni eða allt frá því að menn trúa því að alheimurinn, hinn eini og sanni, hafi í upphafi, þ.e. fyrir Stóra-Hvell rúmast í einni appelsínu, sem síðan hafi sprungið með látum, upp í það að Guð hafi skapað himinn og jörð á einni viku og svo manninn í sinni mynd. 

What is it that breathes fire into the equations and makes a universe for them to describe?...Why does the universe go to all the bother of existing?
                                                                         Stephen W. Hawking


Margar mikilvægar uppgötvanir hafa nýlega verið gerðar á sviði eðlisfræðinnar, ekki síst á sviði kjarneðlisfræðinnar. Þannig sameinar strengjafræðikenningin lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Þessi kenning byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði, sem lýsa hinu örsmáa, en hún á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Hún er seinni hlutinn í afstæðiskenningu Einsteins og lýsir þyngdinni sem er ráðandi afl í mjög stórum kerfum eins og vetrarbrautum eða alheiminum í heild sinni. 

string.jpg

Ekki er litið á minnstu einingar efnisheimsins, öreindirnar, sem punktlaga agnir í strengjafræði, heldur er þeim lýst sem örsmáum einvíðum strengjum, sem eru svo stuttir að jafnvel með öflugustu mælitækjum nútíma öreindafræði, svonefndum agnahröðlum, er ekki hægt að greina lengd þeirra og því koma þeir fram í tilraunum eins og punktlaga agnir.

Ofurstrengjafræðinni hefur svo aftur tekist að troða þyngdarlögmálinu með í súpuna. Einstein lýsti á sínum tíma yfir andstöðu sinni við kenningum skammtafræðinnar en entist því miður ekki aldur til að betrumbæta þær.

m-theory.jpg

Menn hafa m.a. verið að velta fyrir sér líkönum, sem fela í sér að nýir alheimar séu sífellt að verða til og aðrir að hverfa. En það er ekki auðvelt að sýna fram á þetta með vísindalegum rökum. Sumir telja að slíkir heimar þenjist út í rúmi, aðrir að þeir þenjist út í tíma og enn aðrir að þeir þenjist út bæði í tíma og rúmi. Hinn kunni eðlisfræðingur Stephen Hawking hefur andmælt því að heimurinn getir þanist út í hið óendanlega, því það samrýmist ekki lögmálum skammtafræðinnar. Það þýddi að alheimurinn eigi sér ekkert (þ.e. óendanlegt) upphaf og brjóti einnig í bága við Hartle–Hawking kenninguna um uppruna alheimsins.

galaxies.jpg
Þyrping fjarlægra stjörnuþoka


Þetta hefur leitt til smíði M-kenningarinnar (M-Theory). Þessi kenning á að geta sameinað alla frumkraftana (þyngdarkraftinn, segulkraftinn og veika og sterka rafkraftinn) í einn kraft og svarað öllum spurningum um forsögu og framtíð alheimsins. Það virðist þó borin von, að hægt sé að sameina öll lögmál eðlisfræðinnar undir einum hatti.  Fram hafa þó komið hugmyndir um svokallað "strengjalandslag" (string landscape scenario - sem  mætti e.t.v. fremur kalla "strengjaatburði).

string_theory_a.png

Nú er alheimurinn í augum sumra eðlisfræðinga í raun ekkert annað en samband á milli atburða og fátt, sem hægt er að stóla á. Allt í þessum heimi sé einungis samband milli atburða, og við öll þar með talin, ég og þú. Þetta gefur möguleika á hugsanlegum fjölheimum, þar sem hver heimur stjórnast af sínum eigin lögmálum. Mörkin á milli anda og efnis, lífs og dauða, framtíðar og fortíðar, eins heims og annars eru smá saman að þurrkast úr.   

string_landscape.jpg

Það eitt, að færustu sérfræðingar á sviði eðlisfræði og stjörnufræði skuli eyða miklum tíma og fyrirhöfn í að ræða möguleika á tilvist fjölheima gefur til kynna, að slíkar hugmyndir hafi vakið talsverða athygli vísindamanna. Ekkert er þó enn fast í hendi á þessu svið i og því er ljóst að "besta mamma í heimi" verður áfram besta mamman í öllum heiminum, a.m.k. enn um sinn.
Þar til annað sannast.   


Keep it Simple!
BB King

 

 

 

 

 

 

ref.
http://thesciencenetwork.org/programs/origins-symposium/panel-1-how-far-back-can-we-go
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=171
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5953
http://web.uvic.ca/~jtwong/Hartle-Hawking.htm

ttp://susy06.physics.uci.edu/talks/p/linde.pdf
http://www.stanford.edu/~alinde/PowerPoint/Paris2008.ppt


Áhugaverður hlekkur:
Cassiopeiaproject.com


Nýja inflúensan A/H1N1

Margt er enn á huldu varðandi flensuna, sem nú herjar á heimsbyggðina. Um er að ræða nýja veiru, sem smitast hratt á milli manna og nefnd hefur verið Inflúensa A H1N1 þ.e. inflúensa af A stofni, sem er algengasta inflúensa hjá mönnum. (Bókstafirnir H og N í (H1N1) vísa til próteina á yfirborði vírusins, haemagglutinins og neuraminidase.)

Nýjar veirur eru ávallt mjög varasamar þar sem þær geta stökkbreyst mjög hratt. Athygli hefur vakið, hve veikin breiðist út hratt á milli manna (menn eru þó að eitthvað draga úr varðandi það). Einnig er merkilegt að allir þeir sem hafa látist úr veikinni eru ungir og hraustir einstaklingar, sem að öllu jöfnu ættu að hafa mestu mótstöðu gegn slíku smiti. Þar að auki hafa flestir, sem  látist hafa vegna veikinnar hingað til verið búsettir í Mexíkó og höfðu smitast þar. Meðalaldur þeirra sem hafa veikst eru 17 ár. Mjög fáir yfir fimmtugt hafa veikst. Þeir, sem veiktust alvarlega í fyrstu, bjuggu flestir úti á landi. Veikin hefur verið mjög væg utan Mexíkó, jafnvel mun vægari en venjuleg inflúensa.

Það  vekur upp margar spurningar.

swineflu-cp-rtxei3d.jpg

 Rafeindasmásjármynd af A/H1N1 veirunni

 

 

 

 

 

Mögulegt er, að einungis sé um að ræða toppinn á ísjakanum þ.e. að veikin hafi verið lengi að hreiðra um sig í fátækrakverfum Mexíkó án þess að það hafi vakið neina sérstaka athygli þar til nokkrir bandaríkir unglinga komu smitaðir heim til NY úr ferðalagi til Mexíkó. Þetta gæti þýtt,i að mun fleiri eru í raun smitaðir en vitað er um og að mikið sé um væg tilfelli, sem enginn hefur veitt neina sérstaka athygli hingað til.

Skýringar á hárri tíðni dauðsfalla í Mexíkógeta geta verið æði margar:

1) Sérstök erfðasamsetning íbúanna þar
2) Lyfjanotkun t.d. notkun náttúrulyfja og/eða töfralyfja
3) Aðrir sjúkdómar og sýkingar
4) Enn óþekktir umhverfisþættir
5) Lélegt næringarástand og almennt bágborið heilsufar þeirra sem smitast
6) Lélegt aðgengi að læknismenntuðum sérfræðingum og að heilsutengdum upplýsingum
7) Lélegt heilbrigðiskerfi og illa búin sjúkrahús
8) Gífurlegur fjöldi smitaðra (í "venjulegum" flensufaröldrum deyja um 1% þeirra sem veikjast alvarlega) 
9) Um gæti verið að ræða tvö mishættuleg afbrigði af vírusnum annars vegnar hættulegt afbrigði, sem sýkir öll lungun og vægara afbrigði, sem einungis sýkir efri hluta loftveganna.


Þar sem hér er um að ræða nýja veiru getur það eitt og sér valdið hærri dánartíðni þar sem menn hafa enn ekki myndað ónæmi gegn henni. Slíkar veirur geta stökkbreyst mjög hratt og þarf því að fylgjast vel með þróun þeirra.  Smit af slíkri veiru getur leitt til vissrar ofvirkni ónæmiskerfisins "cytokine storm" þar sem líkaminn reynir með öllum tiltækum ráðum að vinna bug á henni. Þetta getur haft ýmsar auka- og hliðarverkanir í för með sér. Algengast er að mikil bólga myndast í lungunum, sem leiðir til vökvasöfnunar og í verstu tilvikum jafnvel til öndunarbilunar (acute respiratory distress syndrome, sem m.a. hefur lengi verið vel þekkt fyrirbæri hjá fyrirburum). Vírusinn virðist vera blanda af veirustofnum; þ.e. blanda af  fugla-, svína- og mannaflensustofnum. Hann virðist ekki bera með sér þau gen, sem gerði vísusinn sem olli heimsfaraldrinum 1918 svo hættulegan. Menn vita þó ekki gjörla hvað var þar á seyði og bíða spenntir eftir að sjá hvað gerist þegar og ef A/H1N1 vírusinn blandast "venjulegri" inflúensaveiru t.d.  næsta haust. Hann gæti einnig blandast fuglaflensuvírusnum H5N1 með ófyrirséðum afleiðingum. Nýjar influensuveirur hafa tilhneigingu til að byrja hægt en koma fram síðar með fullum krafti og gæti það gerst næsta haust.

swine_846952.jpg

Mikilvægt er þó að benda á, að þessi nýja veira er EKKI sama veiran og fuglaflensuveiran H5N1, sem berst til manna úr fuglum (ekki á milli manna) og er mjög hættuleg mönnum.  


Fuglaflensan er hættuleg mönnum


Sumir telja möguleika á því, að flensan sé ekki komin frá Mexíkó heldur upprunnin frá Kaliforníu. Þar hafi hún ekki vakið neina sérstaka athygli og verið meðhöndluð sem venjuleg flensa. Nýja flensan fannst þar fyrst fyrir tilviljun hjá 10 ára dreng þ. 30. mars er tekið var hjá honum hálsstroksýni vegna flensueinkenna. Aðrir telja mögulegt að hún hafi borist til Mexíkó með innflytjendum frá Asíu þ.e. Pakistan eða Bangladesh. Mjög líklegt er, að svínainflúensuvírus hafi stökkbreyst einhvers staðar í heiminum og borist í og smitað menn. 

fluvirus_846817.gif

Margt er enn óljóst varðandi þennan nýja sjúkdóm. Hins vegar er einnig ljóst, að hann hefur þegar vakið upp mikinn ugg meðal almennings. Ekki er þó ástæða til mikils ótta enn sem komið er. Skv. upplýsingum WHO er þessi nýja flensa í raun ekki frábrugðin venjulegum flensum. Einkennin geta verið mjög mild og í einstaka tilvikum mjög alvarleg. Það má telja víst, að H1N1 flensan berist til landsins fyrr en síðar. Íslenska heilbrigðiskerfið er þó mjög vel í stakk búið til að taka á þessum vanda. Svo virðist sem veirulyfin Tamiflu og Relenza gagnist vel gegn veirunni og miklar byrgðir slíkra veirulyfja eru til í landinu. Einnig er heilbrigðis- -næringar og menntunarástand landsmanna gott sem hefur mikið að segja ekki síst þegar samhæfa þarf allar aðgerðir. Ekki er til sértækt bóluefni gegn flensunni fyrir menn en ekki líður þó á löngu þar til slíkt bóluefni verður framleitt. Það verður þó líklega ekki fyrr en með haustinu.

Reynslan af fyrri  inflúensufaröldrum sýnir, að búast má við að um helmingur alls mannkyns muni væntanlega smitast af nýju veirunni. Af þeim sem smitast mun væntanlega um þriðjungur (1/3) ekki verða varir við smitið og fá engin einkenni. Af þeim sem veikjast mun einungis um 4% verða svo veikir að þeir þurfi að leggjast á sjúkrahús. 

Fuglaflensan (H5N1), sem er mun skæðari veiki en svínaflensan, og sem olli talsverðum skaða árið 2003, hefur þrátt fyrir alt kennt okkur margt og aukið á möguleikana að ráða við veirusýkingar. Við erum þó ekki alveg berskjölduð en í rauninni enn almennt mjög vanmáttug þegar veirur eiga í hlut. Fyrir um áratug síðan benti ýmislegt til þess að skæður faraldur af svínainflúensu væri í aðsigi en menn hafa virt það að vettugi að verulegu leyti. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fimmtungur svínaræktenda í USA eru með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að þeir hafi sýkst einhvern tímann af henni. Þa eitt hefði átt að hringja einhverjum aðvörunarbjöllum.    

 bolusetning_3.jpg

Besta vörnin gegn veirusýkingum er bólusetning. Ekki er ólíklegt að þau inflúensubóluefni, sem þegar hafa verið notuð hér á landi geti varið menn gegn þessari nýju veiru að einhverju leyti (þar sem þau gagnast almennt gegn H1N1 veirum í mönnum) en það er þó ekki enn vitað með vissu. Vírusinn gæti  þó hafa breytt sér hratt áður en menn ná að búa til bóluefni. Vísindamenn hafa þegar ákveðið hvernig inflúensubóluefnið fyrir veturinn 2009/2010 á að vera, en það þarf að gera með minnst 6 mánaða fyrirvara og er því erfitt að breyta því núna. Framleiðsla veirubóluefnis er mjög seinleg þar sem veiran er ræktuð í eggjum; eitt egg þarf fyrir einn skammt. Menn eru því að leita annarra leiða, til að herða á framleiðslunni. Hafa ber í huga, að mannkynið telur nú um 7 milljarða manna. Mjög fáar þjóðir framleiða bóluefni og raunar eru flestar þeirra í Evrópu og gætu þær verið tregar til útflutnings. Skynsamlegt virðist að framleiða bóluefni gegn þeim hluta veirunnar, sem ekki getur stökkbreyst. 

A.m.k. fjögur lyfjafyrirtæki eru nú í startholunum til að hefja framleiðsju bóluefnis gegna H1N1 um leið og ræktun veirunnar er lokið. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa nú gert samning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline um kaup á 300.000 skömmtum af nýja bóluefninu.

Nú vinna vísindamenn hörðum höndum við að framleiða eitt "allsherjar" bóluefni gegn flensuvírusum í líkingu við þau bóluefni, sem notuð eru gegn mislingum og mænusótt. Slíkt bóluefni gæti í besta falli gefið ævilanga vernd gegn öllum stofnum inflúensunnar. Það myndi einnig sórlega hefta útbreiðslu veirunnar en árlega deyja um 36.000 manns af völdum inflúensu í USA.

bolusetning_2.jpg   
bolusetning_1.jpg

Þess bera að geta, að þegar svínainflúensufarandur gekk yfir Bandaríkin árið 1976 var gripið til fjöldabólusetninga til að hefta dreifingu veikinnar. Einn einstaklingur dó úr flensunni en 25 dóu  vegna aukaverkana af völdum bólusetningarinnar.  

Veirulyfin Tamiflu og Relensa virka á þann hátt að þau hefta ákveðið prótein á yfirborði vírussins, sem nefnist "neuraminidase" og kemur þannig í veg fyrir að vírusinn geti dreift sér um líkamann. Lyfin virka vel gegn H1N1 enn sem komið er a.m.k en hugsanlega gæti vírusinnmeð tímanum myndað ónæmi gegn þessum lyfjum, sem tekur um 8 mánuði að framleiða.

Hvað er hægt að gera til að forðast smit?

1) Halda höndunum frá andlitinu þ.e. augunum, munni og nefi, það minnkar hættuna á smiti.
2) Þvoðu þér reglulega um hendurnar með sápu og naglabursta, a.m.k. 20 - 30 sek í senn.
3) Notaðu handspritt, sérstaklega þar sem þú hefur ekki aðgang að vatni (gildi þó varla hér á landi)
4) Haltu þig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá smituðum einstaklingum
5) Notaðu maska ef þú er innan um smitaða einstaklinga (N95 maskar duga vel, venjulegir maskar duga ekki eða illa).

 hand_washing.jpg

 Hvað eiga menn að gera ef þeir veikjast?

1) Hafa samband við lækni ef alvarleg einkenni gera vart við sig hjá sjúklingi með flensu svo sem mæði, brjóstverkir eða ruglástand.
2) Haltu þig heima (í 7 daga), ekki taka þá áhættu að smita aðra
3) Ekki senda veik börn í skólann
4) Ef menn fá háan hita, taka þá veirulyf innan 2ja sólarhringa
5) Nota maska til að draga úr dreifingu veirunnar (virðast þó ekki verja menn smiti, nema sérstakir sérhannaðir veirumaskar).
6) Halda fyrir vitin (nef og munn) þegar menn hósta og þvo sér reglulega vel um hendurnar (eftir HVERN hnerra og hósta), sem virðist lang áhrifamesta vörnin til að draga úr smiti. 
7) Almennt hreinlæti, nota sprittsótthreinsun fyrir hendur og t.d. eldhúsborð.
8) Hvíldu þig vel og borðaðu fjölbreytt og hollt fæði
9) Sumar rannsóknir benda til gagnsemi C-vítamíns við flensusmiti

Við höfum þegar séð mjög heimskuleg viðbrögð við flensunni t.d. þegar Egyptar ákváðu að slátra öllum svínum í landinu og þegar eitt barn með flensueinkenni leiddi til lokunar á öllu skólakerfinu í Texas. Rússar og Kínverjar hafa nú bannað allan influttning á svínakjöti frá Mexíkó án þess þó að slíkt bann sé hæg að rökstyðja með neinum skynsömum hætti. Inflúensan A/H1N1 virðist eins og er, einungis vera venjuleg flensa og hagar sér sem slík. Ekki er hægt að bera aðstæður nú saman við þær aðstæður sem ríktu þegar Spánska veikin geysaði fyrir tæpum 100 árum. Í dag væri hægt að bjarga flestum sem veikjast alvarlega t.d. með sýklalyfjagjöf við slæmum bakteríusýkingum sem geta fylgt kjölfar veirusýkinga.     

"We are constantly told that pork is not dangerous. But at the same time, nobody has proved that it is safe"
   Nikolai Vlasov
   Russian chief veterinary inspector

Um 300 hótelgestir voru nýlega settir í algjöra einangrun á hóteli í Hong Kong. Þar hafði einn hótelgestur greinst með smit. Gestirnir voru orðnir mjög leiðir, og þá sérstaklega á einhæfu (hrísgrjóna-)fæði að sögn.

Þrátt fyrir allt hefur nýja flensan virkað sem vítamínsprauta á ýmiss konar viðskipti með lyf og lækningavörur, bóluefni og jafnvel tölvuforrit o.fl., sem vegur e.t.v. eitthvað upp á móti þeim skaða sem hún veldur með fækkun flugferða og minnkuðum samskiptum manna á milli. Fækkun ferðalaga og aukið atvinnuleysi dregur hins vegar eitthvað úr úrbreiðslu veikinnar.

 E.t.v. gerir nýja flensan út af við kreppuna? Það er ávallt von.

Benda má á insflúensuvef Landlæknis varðandi frekari upplýsingar

surgical-mask.jpg


Tónleikar í Bíósalnum

plagat_832855.jpg Í gær voru tónleikar í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum til
styrktar Fjölskylduhjálp Íslands

Þetta er einn besti tónleikasalur landsins. Og þar voru m.a. bestu tónlistarmenn landsins. 

Hér má sjá nokkrar minningar frá þessum frábæru tónleikum í máli og myndum.
 

Meira síðar.

 
  

Eru Myrku öflin á undanhaldi?

gravity_828718.jpg

 

 

 

 

Í almennu afstæðiskenningunni, sem er kenning Einsteins um tímarúmið (þyngdaraflið), er hreyfingu hluta lýst með öðrum hætti en tíðkast í sígildri eðlisfræði. Í kenningunni er ekki litið svo á að þyngdarkraftar verki milli hluta heldur er þyngdaráhrifum lýst út frá rúmfræðilegum eiginleikum tíma og rúms.

Í sígildri eðlisfræði er hreyfing hluta í þrívíðu evklíðsku rúmi (sbr. rúmfræði Evklíðs) mæld í algildum tíma, sem tifar áfram óháð öllu sem fram fer. Í afstæðiskenningunni er rúmi og tíma hins vegar fléttað saman í eina heild, svonefnt tímarúm sem hefur fjögur hnit: þrjú rúmhnit og eitt tímahnit. Jöfnur Einsteins lýsa því hvernig efnið, eða réttara sagt sú orka sem fólgin er í efninu, hefur áhrif á tímarúmið.


Bandaríski stjarnfræðingurinn Hubble (sem frægur geimsjónauki er nefndur eftir) sem birti athuganir símar árið 1929, benti á að svonefnt "rauðvik" þ.e. rauðleitur litur stjörnuþoku, sem er að fjarlægjast okkur (bláleitar eru að nálgast okkur) er ekki tilviljanakenndur, heldur er það því meira sem þokan er lengra frá okkur. Því fjarlægari sem stjörnuþoka er, þeim mun hraðar flýr hún frá okkur.  Það kom mjög á óvart að flestar stjörnuþokur reyndust hafa rauðvik þ.e. þær voru að fjarlægjast okkur. Af þessu leiddi að alheimurinn gat ekki verið kyrrstæður, eins og allir höfðu talið fram til þessa, heldur virtist hann vera að þenjast út.

hubble_edwin_powell.jpg
Edwin Powell Hubble



Þegar stjarnfræðingar voru búnir að átta sig á þeirri staðreynd að alheimurinn er að þenjast út í stað þess að vera kyrrstæður þá vaknaði sú spurning hvernig á þessari þenslu stæði.

Það virðist ótrúlegt að heimurinn sé að þenjast út, úr því að þyngdarkrafturinn ræður lögum og lofum í alheimi og hann er aðdráttarkraftur sem reynir að þjappa hlutum saman en ekki teygja þá sundur.

Líklegasta skýringin á þenslunni er sú að heimurinn hafi í upphafi búið yfir geysilegri orku sem hafi losnað úr læðingi við eitthvað sem minnir á sprengingu. Það sem blasir við sjónum nú eru eftirstöðvarnar eftir þessa sprengingu sem hefur hlotið nafnið Miklihvellur.
einstein_fiddle.jpg

Til þess eru vísindin að varast þau?

Þótt vísindamenn hafi almennt verið sammála afstæðiskenningu Einsteins, þá hefur gengið bölvanlega að samrýma kenningu hans ýmsum þáttum eðlisfræðinnar svo sem lögmálum skammtafræðinnar. Hið heilaga gral eðlisfræðinnar í dag er að finna nýtt lögmál, sem sameinar þessar kenningar í eina heild, eins konar þyngdaraflsskammtafræði. Einnig hefur reynst erfitt að heimfæra uppruna alheimsins og samfall stjarna undan eigin þunga undir afstæðiskenningu Einsteins (black holes). Strengjafræðin sameinar þó eðlisfræðina og skammtafræðina að mestu leyti. 
supernova1007.jpg   
Hvorki kenningar Newtons né Einsteins hafa getað skýrt til hlítar hreyfingar stjörnuþoka í fjarlægasta hluta alheimisins að teknu tilliti þeirra þyngdaraflskrafta sem ættu að ríkja ef einungis er tekið tillit sýnilegra hluta þeirra þ.e. sé miðað við sýnilega stærð þeirra. M.ö.o. þessar stjörnur hreyfast í raun mun hraðar en þær ættu að gera skv. þessum kenningum. Til að bjarga þessum ágætu kenningum "fyrir horn" hafa vísindamenn bent á, að þar hljóta að vera að verki mun sterkari öfl en áður var talið, svokölluð "myrk öfl" (dark energy). Flestir vísindamenn telja reyndar að án þessara myrku afla (og reyndar myrks efnis - dark matter) þá gætu ekki hópar stjörnuþoka haldist í stöðugu ástandi. Einnig hafa vísindamenn haldið því fram, að útrás alheimsins sé í raun að herða á sér fremur en hitt, sem mjög erfitt hefur reynst að útskýra. Skv. þessum kenningum er um 96% alls efnis og orku alheimsins ósýnileg og ómælanleg! Glætan!
Þannig varð kenningin um "svarthol" til. Um tíma voru flestir sáttir við þessar nýju kenningar og "horfðu" á svartholin aðdáunaraugum og það fór gæsahúð um á sem "skynjuðu" kraft myrku aflanna.  Einsteini voru í raun ljós öll þessi vandamál á sínum tíma en honum entist ekki aldur til að leysa þau.
dark_knight.jpg    


Nýtt babb í bátinn?


Skv. athugunum Dr. Armans Shafieloo við háskólann í Oxford þá virðast myrku öflin nú vera að missa tökin á alheiminum, sem ekki virðist vera á sama útrásarhraða og áður. Þetta byggir hann á nýlegum rannsóknum sínum á fjarlægum sprengistjörnum (supernova). Reyndar gengur hann svo langt að fullyrða að myrku öflin hafi verið að veikjast síðustu 2 billjón árin og þannig dregið úr útrásarhraðanum. Nú er menn að reyna að hressa upp á eldri kenningar með því að segja að myrku öflin séu ekki jafnvirk alls staðar í geimnum og að kraftur þeirra breytist með tímanum.  Þá vitum við það.

E.t.v kemur gamli góði eterinn aftur?

Gleðilega Páska!   

 paskalilja.jpg

Keep it Simple!
BB King

ref.
Reinventing Gravity, John W. Moffat, HarperCollins 2008
New Scientist, 11. apríl 2009
Gravity, from the ground up, Bernard Schutz, Cambridge University Press 2003
http://www.gravityfromthegroundup.org/
http://is.wikipedia.org/wiki/Evkl%C3%AD%C3%B0
http://is.wikipedia.org/wiki/Afst%C3%A6%C3%B0iskenningin

http://www3.gardaskoli.is/stjornur/alheim.htm

 


Rúten við framleðslu vetnis

Vetni
Vetni virðist að mörgu leyti vera ákjósanlegt framtíðareldsneyti. Notkun þess er afar náttúruvæn og hentar vel þeim, sem aðhyllast sjálfbærni. Framleiðsla vetnis kostar hins vegar mikla orku.

hydrogen_cycle.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Vetni er algengasta frumefni jarðar en vatn, H2O er um 71% af heildarmassanum. Orkulindin er því í raun nánast óþrjótandi. Vetnið er bundið í vatni, kolefnisorkugjöfum og lífverum. Vetnisframleiðsla úr kolefnisorkugjöfum losar koltvísýring og er því ekki ákjósanleg framleiðsluaðferð. Vinnsla vetnis úr vatni með rafgreiningu (elektrólysu) er hins vegar algjörlega mengunarfrír ferill þar sem afurðin er einungis vetni og súrefni. Rafgreiningin þarf þó mikla raforku sem eðli málsins samkvæmt mengar, ef orkan er framleidd með olíu eða gasi, en er nánast mengunarfrí ef orkan kemur frá orkuverum sem byggja á fallvötnum, jarðhita, sólarorku, vindorku, orku sjávarfalla, hafstrauma o.s.frv.

nyorka.jpg

 



 

 

 

Þjóðir, sem ekki hafa greiðan aðgang að ódýru rafmagni, sem framleitt er með mengunarlitlum ferlum, hafa lengi leitað að ódýrum og vistvænum aðferðum til að framleiða orkugjafa.  Einungis sólarljósið virðist vera fýsilegur, mengunarfrír kostur. Nokkrar aðferðir til að breyta umbreyta sólarorkunni með beinum eða óbeinum hætti í nýtanlega orku eru þekktar:

a) breyta sólarokunni beint í raforku með t.d. sólarrafhlöðum, tækni sem enn eru að þróast
b) breyta korni í etanól 
c) ræktun korntegunda til eldsneytisgerðar

Ný aðferð til að vinna vetni
Vandamálið sem þarf að leysa er að nýta sólarljósið þ.e. sólarorkuna til að kljúfa vatn í vetni og súrefni.
Nú hafa vísindamen við efnafræðideild Háskólans í Rochester, New York í Bandaríkjunum bent á leið til að framleiða vetni á einfaldan og ódýran hátt.  Aðferðin byggist á því að herma eftir sjálfri náttúrunni þ.e. ljóstillífuninni á efnafræðilegan hátt á efnafræðistofu. Tilraunir í þessa átt hafa hingað til ekki sýnt fram á arðbærar aðferðir til að framleiða vetni og súrefnisframleiðsla virðist enn flóknari.  Rannsóknarteymi undir stjórn Dr. Kohl hefur nú kynnt til sögunnar nýja aðferð sem felur í sér notkun efnasambands frumefnisins rútens og hvata til að kljúfa vatn í vetni og súrefni og framleiða rafeindir. Athygli vekur að á vissum stigum ferilsins er notast við 25 gráðu og 100 gráðu heitt vatn.

 Etv. er þetta eitthvað fyrir hugvitsama Íslendinga til að nýta jarðvarmann enn betur? Eða kemur þessi uppgötvun til með að gera út af við drauma Íslands til að verða vetnisframleiðsluland? Gaman væri að fá að heyra álit sérfræðinga á þessu.    

ruthenium.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Rúten
Rúten (ruthenium) er frumefni og telst til svokallaðra "hliðarmálma". Það er silfurlitað og sveigjanlegt. Það hefur sætistöluna 44 og finnst of í samböndum með platínu. Það hefur verið nýtt á ýmsan hátt t.d. hafa menn blandað því í gullhúð á vönduðum oddum sjálfblekunga t.d. Parker 51 pennans. Íblandað títan í litlum mæli minnkar það tæringu málmsins 100 falt.   

Til hliðarmálma teljast 38 frumefni. Hliðarmálmarnir eru teygjanlegir og leiða hita og rafmagn vel, líkt og allir málmar. Athyglisvert er að gildisrafeindir hliðarmálma (rafeindirnar sem þeir nota til að bindast öðrum efnum) eru í nokkrum hvolfum en ekki einu eins og algengast er. Meðal hliðarmálma eru til dæmis járn, kóbalt og nikkel en það eru einu frumefnin sem við vitum að mynda segulsvið.
straeto.jpg

 

"Keep it Simple"
BB King

 

 

ref.
Science, 3. apríl 2009
http://svavarjonatans.blog.is/blog/svavarjonatans/
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4966
http://en.wikipedia.org/wiki/Ruthenium

RUTHENIUM. A hard, silvery-white metal, symbol Ru, having a specific
gravity of 12.4, a melting point of about 4190°F (2310°C), and a
Brinell hardness of 220 in the annealed state. The metal is obtained
from the residue of platinum ores by heat reduction of ruthenium
810 RUTHENIUM
oxide, RuO2, in hydrogen. Ruthenium is the most chemically resistant
of the platinum metals and is not dissolved by aqua regia. It is
used as a catalyst to combine nitrogen in chemicals. As ruthenium
tetroxide, RuO4, it is a powerful catalyst for organic synthesis, oxidizing
alcohols to acids, ethers to esters, and amides to imides.
Ruthenium has a close-packed hexagonal crystal structure. It has a
hardening effect on platinum, 50% addition of ruthenium raising
Brinell hardness from 30 to 130 and the electrical resistivity to double
that of pure platinum. Ruthenium-platinum alloys are used for
electric contacts, electronic wires, chemical equipment, and jewelry.
The alloy with 5% ruthenium has a tensile strength, annealed, of
60,000 lb/in2 (414 MPa) with elongation of 34% and Brinell hardness
of 130. The hard metal has a Brinell hardness of 210. The alloy with
10% ruthenium as a tensile strength of 85,000 lb/in2 (586 MPa), and a
Brinell hardness of 190 in the soft condition and 280 when
hard-drawn.
Several ruthenium intermetallic compounds hold promise for
potential high-temperature, aircraft-turbine parts because of their
high melting temperature and evidence of room-temperature ductility.
Identified at General Electric’s Research & Development
Center are aluminum ruthenium with a specific gravity of 7.95
and a melting temperature of 4100°F (2060°C); ruthenium scandium,
7.40, 3992°F (2200°C); and ruthenium tantalum, 14.83,
3776°F (2080°C). AlRu and RuSc are the most promising because
of their light weight and better ductility. Al47Ru53 is the most
oxidation-resistant, and Al48RuY could be used at temperatures up
to 2280°F (1250°C).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband