Færsluflokkur: Dægurmál
9.4.2009
Taktur og tregi uppi á Esju
Willie "Big eyes" Smith og Krister Palais
Willie "Big eye" Smith er með kunnari núlifandi blúsurum vesanhafs. Hann fæddist árið 1936 i bbænum Helena, Arkansas. Seitján ára gamall flæktist hann til Chicago þar sem hann heyrði í Muddy Waters í fyrsta sinn og heillaðist af blústónlist. Hann lék jafnhliða á munnhörpu og trommur og árið 1954 stofnaði hann tríó með trommaranum Clifton James. Á sama tíma lék hann á munnhörpu með mörgum kunnum blúsköppum svo sem Bo Diddley, Arthur "Big Boy" Spires og Johnny Shines.
Hann lék á trommur um tíma með Little Hudson's Red Devil Trio en einnig með Muddy Waters og varð fastur trommuleikari með Muddy árið 1961.
Um skeið vann hann fyrir sér með því að vinna á veitingastöðum og með því að aka leigubíl. Hann hóf síðan aftur að spila með Muddy Waters en síðar einnig með the Legendary Blues Band með Pinetop Perkins, Louis Myers, Calvin Jones, Jerry Portnoy, Buddy Guy, Howlin' Wolf, Junior Wells, Bob Dylan, the Rolling Stones, Cindy Laupher, Eric Clapton og Vinum Dóra.
Hann kemur m.a. fram í myndunum The Last Waltz The Blues Brothers ( með John Lee Hooker). Ekki furða þótt Willie haldi stundum á munnhörpunni sinni eins og trommukjuðum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann lék á sínum tíma m.a. með Sonny Boy Williamson, Earl Hooker, Muddy Waters, Hubert Sumlin og Willie "Big Eyes" Smith, sem nú leikur með honum á Blúshátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica Hótelinu dagana 7. til 9. apríl 2009.
Pinetop Perkins kom fyrst til Íslands árið 1992 og spilaði þá á Púlsinum við Vitastíg og var það ógleymanlegt þeim sem á hlýddu. Í framhaldi af þeim tónleikum kom út platan "Pinetop Perkins with the Blue Ice Band", sem fékk afburða dóma og mörg verðlaun. Þá var kappinn áttrætt gamalmenni. Hann hætti um svipað leyti að þamba whisky (eftir að hafa spilað í fertugsafmælinu hans Sigga Þórodds) en reykir enn eins og skorsteinn. Hann er einn mest verðlaunaði núlifandi blúsarinn að BB undanskildum.
Nú er hann 95 ára og hefur aldrei verið betri og í að spila blúsaðann Boogie-Woogie. Og Willie "Big Eyes" Smith (fæddur árið 1936 í bænum Helena í Arkansas) var einnig hreint frábær í gærkveldi ásamt Vinum Dóra. Þeir kappar ætla að spila öll blúskvöldin og láta því ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur. Willie hefur komið víða við og m.a. spilað með Muddy Waters, Guy, Junior Wells, Rolling Stones, Bob Dylan og Eric Clapton, Bítlunum, Cindy Laupher og Vinum Dóra.
Ekki má gleyma blúsdívunni Deitra Farr, sem nú enn og aftur heimsækir Ísland. Hún kom fram ásamt eiginmanni sínum Krister, mjóa sænska bassaleikaranum í Nordic All Stars Blues Ban. Dóri Braga kynnti þau um árið á blúsballi í Noregi og það varð til blúsást við fyrsta tón.
Vinir Dóra eru að verað eitt besta blúsband sem menn geta fundið, þó víða sé leitað. Gummi Pé er þvílíkur snillingur að hann hefur ekki sjálfur enn ekki upgötvað eigin snilld. Hann er t.d nokkrum gæðaflokkum ofar sjálfum E.C.
Á blúshátíðinni í kvöld á Nordica verða m.a. á sviðinu með köppunum Blúsmenn Andreu og Mugison.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dægurmál | Breytt 9.4.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.4.2009
Tunglið, tunglið, taka tvö
Tunglið, sem gárungarnir kalla stundum mána* hefur nú aftur komist í sviðsljóðið. Frá lokum Apollo geimferðaráætlunarinnar fyrir rúmum þremur áratugum hefur tunglið fengið litla athygli. Menn hafa verið uppteknir af fjarlægari plánetum og öðrum meira spennandi tunglum. Tunglsljósið drukknar gjarnan í rafljósaflóði stórborganna. Varúlfar og vampírur sjást varla lengur. Nema til sveita, kannski, og í mjög dimmum bakherbergjum. Tunglsýki er að mestu læknuð.
Þrátt fyrir þetta, hafa jarðbundnir vísindamenn haldið áfram að vinna úr upplýsingum frá tunglgrjóti og mælingarniðurstöðum sem m.a. gervihnettirnir Clementine (sem er reyndar í útliti eins og klementína og dregur nafn sitt af því) og Lunar Prospector (sem lítur út eins og dæmigerður tunglkanni og dregur nafn sitt af því) hafa aflað á síðustu árum. Þessir svifrótsveinar (robots) hafa verið ötulir í því að safna ýmiss konar upplýsingum um tunglið okkar ekki síst pólana og fjarhlið tunglsins, sem löngum hefur þótt dularfull og spennandi. Nákvæmar upplýsingar hafa þannig fengist um bergtegundir, yfirborðseiginleka, efnasamsetningu og þyngdarafl o.fl. Æði margt er þó enn á huldu um uppruna tulngsins.
Clementine |
Möntulhalli tunglsins er einungis um 1,5 gráða (til samanburðar þá er möntulhalli jarðar um 23,5 gráður) sem m.a. veldur því að pólarnir hafa mikla sérstöðu og eru harla ólíkir þar sem sumir staðir þeirra eru stöðugt baðaðir sólarljósi meðan aðrir eru ávallt í fimbulkulda. Þar er að finna miklar gígaraðir. Vetni það, sem gæti hafa borist til tunglssins við árekstur loftsteina gæti hafa safnast saman í slíkum kuldapollum. Þetta vetni getur hugsanlega verið hluti af því vatni eða eldsneyti sem geimstöðvar framtíðarinnar munu nýta.
Ýmsar þjóðir keppast nú við að rannsaka tunglið nánar m.a. Kínverjar, Japanir, Indverjar og Bandaríkjamenn. Þau jarðvegssýni sem Apolló geimförin komu með til jarðar á sínum tíma benda til þess að þau hafi myndast fyrir 3,8 billjónum ára. Telja margir að á þeim tíma hafi mikið loftsteinaregn dunið á jörðinni og líf kviknað fyrst um svipað leyti, sem hlýtur að teljast athyglisvert.
Talsvert er af járni og mangan og öðrum nýtanlegum málmum á tunglinu. Einnig er talsvert af rokgjörnum efnum á yfirborði tunglsins en ekki er þó vitað nákvæmlega hvernig þessi efni eru tilkomin eða hvaða tilgangi þau þjóna. Clementine hefur tekist að finna merki um ís á dimmu hliðinni með mælingum á örbylgjukliðnum. Vetnið getur verð merki um ís eða hafa myndast úr róteindum frá sólarvindinum.
Talið er að tunglskorpan sé um 20 km að þykkt og mikið magn plagioklass bendir til þess að yfirborðið hafi myndast úr fljótandi kviku. Þyngri steintegundir svo sem pyroxene og olivine hafa þá sokkið til botns. Þegar yfirborðið stoknaði myndaðist mikið magn af hörðu efni, sem ekki er að finna í þeim kristöllum sem áður höfðu myndast. Þetta efni hefur fengið nafnið "KREEP"; (K = potassium, REE = rare-earth elements og P = phosphorus). Þetta efni er að finna í miklu magni á tunglinu. Þó er það sérstaklega áberandi á vesturhluta þeirrar hliðar, sem snýr að jörðunni á svæði sem nefnist Oceanus Procellarum (Stormahafið).
Segja má, að tunglið sé nú aftur komið í sviðsljósið eftir nokkurt hlé. Google hefur boðið því einkafyrirtæki, sem fyrst verður til þess að senda geimfar til tunglsins og senda þaðan myndir og ferðast 500 m eftir yfirborði tunglsins 20 milljón dollara í verðlaun og eru þegar nokkur fyrirtæki komin í kapphlaup til að hneppa þessi verðlaun (Google X-price). E.t.v. eitthvað fyrir hugvitsama Íslendinga?
ref: Nature Geoscience apríl 2009
* máni er fremur bjánalegt orð og beygist því eins og orðið bjáni.
Hálfmáni er hálf bjánalegt orð.
Dægurmál | Breytt 7.4.2009 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009
Snúa bakinu við Saab
Sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab framleiddu sinn fyrsta bíl árið 1947, Saab 92. Bíllinn var að mörgu leyti afar nútímalegur, með framhjóladrifi, tvígengisvél, öryggisgrind og straumlínulagaður. Sabb bifreiðarnar hafa ávallt haft orð á sér fyrir að vera sterkar, sparneytnar og öruggar. Margir muna eflaust eftir Saab 95, sem var mjög vinsæl bifreið hér á landi. Saab 99 kom fram með fyrstu túrbóbílvélina árið 1977.
Nú hefur Saab í Svíþjóð beðið sænska ríkið um fjárhagsaðstoð. Ríkið hefur svarað: "Markaðurinn er frjáls og það er hann sem ræður. Ríkið hefur engann áhuga á því að eignast bílaverksmiðjur".
Sænsk yfirvöld hafa reyndar lengi gagnrýnt björgunartilraunir annarra ríkja, sem hafa reynt að endurlífga bílaverksmiðjur sínar. Saab er nú í eigu General Morors og mörgum Svíum þykir sem framleiðslan snúist nú fremur um magn en gæði. Gömlu Saab verksmiðjurnar voru einmitt þekktar fyrir hugvit og gæði. Margir Svíar hafna hugmyndafræði GM. Líkt og VOLVO og ABBA er Saab hluti af sjálfsímynd sænsku þjóðarinnar. En væntanlega ekki mikið lengur.
Nema markaðurinn sjái að sér.
Saab 92, árg 1953
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2009
Evran orðin of sterk?
Megin ástæðan fyrir hækkun evrunnar er aukið innflæði US dollara, svisnesskra fránka og UK punda vegna tilrauna viðkomandi ríkja til að endurlífga lánamarkaðinn, sem aftur eykur verðbólguna. Menn bíða því spenntir eftir næstu vibrögðum ráðamana í Frankfurt. Margir stjórnmálamenn Evrópu óttast afleiðingarnar og það misvægi sem getur skapast milli Evrópuríkja t.d. breskar vörur færu að streyma í auknum mæli út á markaðinn vegna lækkunar pundsins gagnvart evru. Einnig finnst mörgum evrusinnum að Evrópulöndin líði of mikið fyrir efnahagsvandamál heimsins í heild og ráðstafana þar að lútandi.
E.t.v. er þarna einhver vonarglæta fyrir krónuna?
ref. www.nytimes.com
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009
Nýstúdentar 2009
"Vorið 1944 vorum við full af bjartsýni á framtíð landsins. Við vorum ákaflega stolt af árangri þjóðarinnar í baráttunni fyrir sjálfstæðinu. Framtíðin var björt og við vorum uppfull af glæsilegum áformum. Eldmóðurinn var slíkur, að við hefðum vaðið eld og brennistein fyrir litla landið okkar."
Rödd gamla mannsins titraði eilítið er hann leit yfir salinn. Nýstúdentarnir virtust uppteknir við að mynda hvert annað með GSM símum og senda SMS.
Þau áttu öll eftir að vaða eld og brennistein.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009
Blóðprufur auka lífslíkur
Regluleg skimun með einfaldri blóðprufu, þar sem mældur er styrkur sértækra mótefna gegn blöðruhálskirtli í blóði karla (þ.e. mæling á s-PSA; serum prostata specific antigen) eykur lífslíkur þeirra sem greinast með blöðruhálskirtislkrabbamein um 20%.
Þetta kemur fram í nýlegri alþjóðlegri rannsókn, sem gerð var á 162.000 einstaklingum í 7 Evrópulöndum. Þetta er stæsta rannsókn sem gerð hefur verið til þessa á gagnsemi skimprófa til snemmgreiningar á sjúkdómnum. Um helmingur þátttakenda gekkst undir þetta blóðpróf fjórða hvert ár en hinn helmingurinn ekki. Þessi árangur er svipaður og árangurinn af reglulegri brjóstamyndatöku (mammografi) við leit að brjóstakrabbameini hjá konum.
ref.
New England Journal of Medicine (2009: 26;13208)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2009
Saman, alla lífsins leið
Það er ávallt merkileg tíðindi, þegar Bob Dylan sendir frá sér nýja plötu. Þann 28. apríl n.k. kemur út í USA platan "Together Through Life". Platan inniheldur 11 ný lög frá gömlu kempunni. Fáir höfðu búist við nýrri plötu frá honum svo fljótt eftir að hann gaf út síðustu plötuna sína Modern Times (2006) fyrir um þremur árum. Yfirleitt hafa liðið 4-6 ár milli platna hans "Time Out Of Mind" (1997) "Love And Theft" (2001).
Sagan segir, að franski kvikmyndaleiksjórinn Olivier Dahan, sem m.a. leikstýrði kvikmyndinni um Edith Piaf, hafi beðið Dylan um að semja lag fyrir nýja kvikmynd sína "My Own Love Song", sem fjallar um söngvara í hjólastól sem ferðast frá Kansas City til New Orleans (Forest Whitaker og Renee Zellweger). Dylan dúkkaði þá upp með lagið "Life Is Hard", sem er ballaða í anda gömlu meistarana frá 3. áratug síðustu aldar. Dylan segir sjálfur í viðtali, að hljómurinn á plötunni sé "gamaldage en um leið ásækinn, rétt eins og tannpína". Hann nefnir áhrifavalda ens og Howlin' Wolf og Muddy Waters. Í rauninni þurfti hann ekki nema semja eitt lag fyrir myndina, sem aðalsöguhetjan syngur undir lok hennar og kom hann þá með lagið "Life is hard". Hann hélt hins vegar áfram að semja fleiri lög, sem eru eins konar ást-í-meinum söngvar, þar sem harmónikkan leikur stórt hlutverk í öllum þeirra. Það er svipuð stemmning á þessari plötu og í "Modern times", þ.e. lögin hljóma eins og þau séu tekin upp "life" í hljóðverinu en harmónikkan gefur lögunum ákveðna kaffihúsastemmningu og smá rómantík í kaupbæti.
Dylan gefur plötuna sjálfur út undir alter-egó nafninusínu "Jack Frost". Hann segist vera undir sterkum áhrifum frá plötum gömlu CHESS útgáfunnar.
Ekki eru þó öll kurl komin til grafar varðandi þessa plötu en heimildir telja að önnur lög á nýju plötunni séu: (hér eru helstu niðurstöður þrotlausar rannsóknarvinnu á Netinu)
1) Beyond Here Lies Nothin Hér má hlusta á lagið
Þetta lag minnir mjög á "All your love" eftir Otis Rush and Willie Dixon, sem The Bluesbrakers gerðu frægt um árið með Eric Clapton. Klassískur blús (Am7 - Dm7 - Em7).
2) Life Is Hard - Lagið sem líklega varð kveikjan að hinum lögunum á plötunni; "I need strength to fight that world outside," and "I'm on my guard / Admitting life is hard / Without you baby".
3) My Wife's Hometown - Chicago blues, sem minnir á Muddy Waters. Þar gerir Dylan grín að kreppunni: "State gone broke, the county's dry/Don't be lookin' at me with that evil eye"
4) If you Ever Go To Houston
5) Forgetful Heart
6) Jolene - Þetta er nýtt lag, ekki skelfilega Dolly Parton lagið fræga
7) This Dream of You
8) Shake Shake Mama - "I'm motherless / I'm fatherless / Almost friendless too". Líkega orð að sönnu.
9) I Feel A Change Coming On - Hér má hlusta á lagið
"I'm listening to Billy Joe Shaver / I'm reading James Joyce / Some people they tell me / I've got the blood of the land in my voice."
10) It's All Good - Boogie blús í anda John Lee Hooker. "Brick by brick, they tear you down/A teacup of water is enough to drown"
Þeir sem hafa heyrt þessa plötu lofa hana í hástert og telja hana vænlegan kandidat fyrir bestu rokkplötu ársins. Síðustu tvær plötur hans Time Out Of Mind og Modern Times fengu mjög góða dóma og seldist sú síðarnefnda í metupplagi þó sjálfur haldi ég meira upp á þá fyrri.
Við bíðun spennt eftir 46. plötu Bob Dylans. Hann er nú orðinn "löggilt gamalmenni". Spurning hvort titillinn hafi tilvísun til innihalds laganna eða hvort komið sé að endalokum? Bregður þar fyrir kunnri kaldhæðni? "Empire Burlesque" var jú frábær titill á plötu einkum ef tekið er tillit til þeirrar jákvæðu umfjöllunar, sem hún fékk fyrirfram.
Skyldi nú kveða við nýjan tón hjá Dylan?
Sjá nánar á www.bobdylan.com
Viðbót þ. 22. mars 2009
Heyrst hefur að De Luxe útgáfa sé í vændum (2 CD + 1 DVD):
Bob Dylan - Together Through Life (Deluxe Edition) Track List :
Disc: 1
1. Beyond Here Lies Nothin
2. Life Is Hard
3. My Wifes Home Town
4. If You Ever Go To Houston
5. Forgetful Heart
6. Jolene
7. This Dream Of You
8. Shake Shake Mama
9. I Feel A Change Comin On
10. Its All Good
Disc: 2
1. Howdy Neighbor (J. Morris) - Porter Wagoner & The Wagonmasters(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
2. Dont Take Everybody To Be Your Friend (M.Gabler/R. Tharpe) - Sister Rosetta Tharpe (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
3. Diamonds Are A Girls Best Friend (L. Robin/J. Styne) - T Bone Burnett(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
4. La Valse De Amitie (O. Guidry) - Doc Guidry(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
5. Make Friends (E. Mcgraw) - Moon Mulligan (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
6. My Next Door Neighbor (J. McCain) - Jerry McCain (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
7. Lets Invite Them Over (O. Wheeler) - George Jones & Melba Montgomery (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
8. My Friends (C. Burnett/S. Ling) - Howlin Wolf (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
9. Last Night (W. Jones) - Little Walter (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
10. Youve Got a Friend (C. King) - Carole King (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
11. Bad Neighborhood (Caronna/M. Rebennack) - Ronnie & The Delinquents (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
12. Neighbours (M. Jagger/K. Richards) - The Rolling Stones(Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
13. Too Many Parties and Too Many Pals (B. Rose/M. Dixon/R. Henderson) - Hank Williams as Luke the Drifter (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
14. Why Cant We Be Friends (S. Allen/H. Brown/M. Dickerson/J. Goldstein/L. Jordan /C. Miller/H. Scott/L. Oskar) - War (Theme Time Radio Hour with your host Bob Dylan: Friends & Neighbors)
Disc: 3
1. Roy Silver (DVD content)
2. The Lost Interview (DVD content)
Dægurmál | Breytt 23.4.2009 kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009
Einn kemur þá annar fer
Þeir létu alls ekki svo ófriðlega í Fríhöfninni. Reyndar voru þeir mjög rólegir og kurteisir. Það sást langar leiðir hvaðan þeir komu, hvert þeir ætluðu og hvað þeir ætluðu að gera hér á landi. Þeim hafði verið boðið til veislu. Þær ætluðu að skemmta sér ærlega. Mjög vel var fylgst með þeim. Óþægilega vel. Suðandi myndavélar, vopnaðir lögregluþjónar; 2:1. Ríkisstarfsmenn tilbúnir með lagakróka og reglugerðargildrur. Þeim var að sjálfsögðu vísað úr landi enda ógnuðu þeir þjóðaröryggi að sögn. Sjálfsagt mál. Gætu verið hér í glæpsamlegum tilgangi. Gæti vel verið. Sendir heim með næstu vél.
Gamall kunningi minn var í móttökuhópnum, sem aldrei sá gestina. Krúnurakaður, í leðurvesti, löngu hættur að drekka. Tattó. Hann hefur aldrei verið til vandræða. Var laminn í skóla en nú lemur hann enginn lengur. Hann hefur fundið sér griðastað meðal þeirra sterku og huguðu. Hann hefur fundið sér skjól. Hann fylgdist vongóður með komufarþegum. Kannski kæmust þeir inn? Kannski.
Loks sá hann einhvern sem hann þekkti. Gamlan skólafélaga. Hjartað sló hraðar. Hann svitnaði í lófunum. Gömul viðbrögð. Skilyrt áreiti, skilyrt viðbragð. Komumaðurinn var í gráum jakkafötum með skjalatösku. Hann var í að koma úr viðskiptaferð. Leit ekki í kring um sig. Enginn leit á hann. Honum var hleypt möglunarlaust inn í landið. Enginn veit í raun hvaðan hann var að koma, hvert hann var að fara eða hvað hann er nú að gera. Enginn fylgist með honum enda hverfur hann í fjöldann. engin ástæða til að hafa áhyggjur. Hann var bara með pappír í töskunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Menn velta því fyrir sér, hvers vegna landsmenn flykkjast nú á Bókamarkaðinn í Perlunni. Nokkrar "samsæriskenningar" hafa heyrst í umræðunni. Kreppan, atvinnuleysið, dýrtíðin (menn hafi ekki engur efni á þvi að fara í bíó), X-D, að allir séu orðnir vinstrisinnaðir og það sé talið fínt að lesa bækur o.s.frv.
Þetta eru svo sem góð og gild rök en skýringin á þessum miklu vinsældum bókarinnar og á bókmenntum almennt er mjög einföld og hún er: Kiljan
Nú þarf Egill Helgason einungis að gera ámóta vandaða og bráðskemmtilega þætti og Kiljan er, um myndlist, tónlist (og jafnvel ballett?, nei annars, bara ekki ballett) og þá eru Íslendingar aftur orðnir að menningarþjóð.
Egill Helgason er okkar nýji Björn Th. Björnsson
Dægurmál | Breytt 3.3.2009 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)