Kínalífselixírinn í bókarformi

Ekki veit ég, hvernig mönnum leið í gamla daga, eftir að hafa lesið "Sjálfstætt fólk" í fyrsta skiptið?
Ég veit hins vegar nákvæmlega hvernig mér leið, eftir að hafa lesið bókina "Himnaríki og Helvíti" eftir Jón Kalman Sefánsson. Lesturinn var á við góðan skammt af Kínalífselixír!
Mikil forréttindi er að fá vera vitni að því þegar stór rithöfundur verður til og fróðlegt verður að fylgjast með honum þróast og þroskast enn frekar og rísa jafnhátt þeim vestfirsku fjöllum, sem hann lýsir í bókinni sinni. Hvort hann kemst hærra læt ég ósagt því ekki er víst að hann stefni sjálfur ofar þeim. Svona bókmenntir eiga að fá að vera í friði, það væri glapræði að reyna að gera kvikmynd eftir þessari bók. Sögusviðið er það magnað og margar persónur bókarinnar eru það sterkar að lesandinn verður að fá að eiga þær með sjálfum sér og móta og geyma eftir eigin höfði. Þetta kann að hljóma gamaldags en hver gæti svo sem túlkað Geirþrúði? ..eða leikið Kolbein kaftein. Ég bara spyr....
Sumsé, hér á vel við hið fornkveðna "Eigi skal filma!".
Stundum þurfa bækur að fá að vera bækur og þetta er ein af þeim. Hins vegar skal haldið á að skrifa og við bíðum spennt eftir næstu bók. Þessi bók er sem betur fer ekki fullkomin en kemst ansi nálægt því. Til hamingju Jón Kalman!

vest_wood

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hlakka til lestrar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er hálfnaður með "Himnaríki og helvíti". Man ekki eftir að hafa lesið svona myndræna bók.  Alveg mögnuð.

Ágúst H Bjarnason, 27.12.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband