Færsluflokkur: Dægurmál

Hristur en þó ekki hrærður

Bragðlaukar manna eru vissulega misvel þroskaðir. Einnig er smekkur manna afar misjafn. Sem betur fer. Nú eru kokdillar óðum að víkja fyrir öðrum og einfaldari valkostum. Oft má þó blanda göruga drykki úr sömu innihaldsefnum en á ódyrari hátt. Innihaldið verður þó hið sama. Nýjar umbúðir og framleiðslumáti gera gæfumuninn.
Þeir sem á sínum tíma mótmæltu harðlega bjórlíkinu vegna þess menningarleysis sem fylgdi slíkum drykk, þamba nú Skjálfta og Kalda með bros á vör. Innihaldið er það sama, ný uppskrift. Önnur áhrif?

bond_1.jpg  

Tvö hundruð ný störf hér á landi og 5- 10 milljarðar í kaupbæti?

Oft er þörf en nú er nauðsyn!

Hvalveiðimenn halda því fram, eflaust með réttu, að mikil fjölgun hafi orðið í hvalastofnunum í kring um landið á undanförnum árum.  Flestir hvalirnir eru skíðishvalir og borða því aðallega ljósátu eða kríli og ýmsa smáfiska eins og síld og loðnu. Oft elta hvalirnir síldartorfur og geta valdið miklum usla.
Hnúfubakurinn hefur nú verið friðaður í rúma öld. Hann var næstum útdauður á sínum tíma. Talið er að nýliðun í stofninum sé um 11% á ári!

Til samanburðar er fróðlegt að skoða stjórn hreindýraveiða hér á landi sem er alfarið í höndum Umhverfisstofu. Stærð íslenska hreindýrastofnsins er metin árlega. Framkvæmd er vetrar- og sumartalning á dýrum og út frá þeim áætluð stærð heildarstofnsins. Stofnstærðinni er stjórnað með því að heimila takmarkaðar veiðar. Ekki eru til nein opinber markmið um hver stærð hreindýrastofnsins eigi að vera. Kvóti á hversu mörg dýr má veiða á ári er miðaður við að halda stofninum stöðugum á bilinu 3500-4000 dýr og nýta hann á sjálfbæran hátt

Á síðustu tveimur árum hefur verið leyft að veiða 1333 dýr sem er um 33% af stofnstærðinni!  

Hvalirnir hafa í auknum mæli snúið sér að fiskiáti og ef ekki verður ekkert að gert, verður algjört hrun í fiskistofnum landsins. Langreiðurinn getur vegið yfir 70 tonn og geta menn því ímyndað sér hve mikið æti slík skepna þarf sólarhring hvað þá á einu ári.

Það eru mikil verðmæti fólgin í hvalaafurðum. Áætla má að það fáist um 3.000 .- kr fyrir hvert kg. af hvalkjöti miiðað við núverandi gengi.

Hrefnan er mikill tækifærissinni og étur í raun hvað sem er einkum þegar harðnar í ári eins og þessar myndir hér fyrir neðan sýna:

 hrefna_3_782488.jpg
 hrefna_1_782487.jpg
 

hrefna_2.jpg


mbl.is Hefjum hrefnuveiðar í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju USA!

Ársins 2008 verður lengi minnst sem ársins þar sem allt breyttist. Ársins, þegar allt fór fjandans til. Ársins, sem einnig var upphaf nýrra tíma og breytinga.

Menn hafa lengi tengt rauða litinn og rauða fána við vinstri stefnu stjórnmálanna, öfgar, kommúnisma og byltingar.
Rauði liturinn var allt fram til ársins 2000 litur Demokrata í Bandaríkjunum og blái liturinn var frá upphafi litur Republikanaflokksins, sem gjarnan er nefndur "Grand Old Party". Þessi hefð breyttist af einhverju orsökum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2000 er allar sjóvarpsstöðvarnar þar í landi einkenndu þau fylki þar sem Bush hafði sigur með rauðum lit en þau fylki þar sem Al Gore vann sigur voru táknuð með bláum lit. (red=R, blue=D)  
Í dag eru það vonsviknir menn, sem veifa rauðum fánum. Blái liturinn er nú orðið tákn breytinga og nýrra vona. Viðhorfin hafa breyst hraðar en nokkur átti von á. Blái drengurinn sigraði.

Í dag verður Barack Obama 44. forseti Bandaríkjanna. Hann verður fyrsti svarti forsetinn í Hvíta húsinu. Þar mun hann draga að húni marglitan fána, hvítan, rauðan og bláan. Fána í litum frelsis, jafnréttis og bræðralags. Heimurinn er ekki lengur svart-hvítur. Nýtt litróf vekur nýjar vonir. Til hamingju USA!   
white-house.jpg
"I happen temporarily to occupy this big White House. I am living witness that any one of your children may look to come here as my father's child has." The Collected Works of Abraham Lincoln edited by Roy P. Basler, Volume VII, "Speech to One Hundred Sixty-sixth Ohio Regiment (August 22, 1864), p. 512

Hagfræðingar hafa rétt fyrir sér

Það er merkilegt með þessa hagfræðinga. Þeir einu þeirra sem hafa rétt fyrir sér eru þeir fáu sem hafa rétt fyrir sér, eftirá.

robertwade.jpg

 


Lýðræðið - Aukin óreiða?

Það er ekki sjálfgefið að búa við lýðræði.

Lýðræði, sem við búum við í dag er rökrétt afleiðing aldagamallar þróunar. Sumir myndu eflaust segja að lýðræðið sé einfaldlega afsprengi skipulagðrar óreiðu (organized chaos), líkt og flest annað í þessum heimi. Sérhvert kerfi leitar nefnilega að ástandi með sem mestri óreiðu. Lýðræðið ber vissulega í sér meiri óreiðu en einræðið. Hvað tekur þá við af lýðræðinu? Ofurlýðræði eða bara stjórnleysi? Býr þar meiri óreiða en í lýðræði?

Vitið þér enn eða hvat....  

demokrati_769118.jpgLýðræðið hefur tvær hliðar. 

Annars vegar er um að ræða tiltekna stjórnskipan, sem gerir fólki kleyft að velja valdhafa á friðsaman hátt. Hins vegar er lýðræði aðferð fyrir meirihlutann til að taka bindandi ákvarðanir.

Meirihlutinn ræður, öfugt við það sem gildir við einræði, harðstjórn eða stjórnleysi.

Bindandi ákvarðanir eiga þó einungis þeir að taka, sem hagsmuna eiga að gæta og allir sem málið varðar eiga að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri og meta þá kosti, sem í boði eru. 

Hvert atkvæði á lokastigi t.d. í lýðræðislegum kosningum á að vega jafnt (sic).

Lýðræðið hefur sínar takmarkanir. Það er afar seinlegt. Án lýðræðis má í raun bregðast mun hraðar við ýmiss konar vandamálum, sem að steðja. 

hacking_democracy_769121.jpg
Styrkur lýðræðis

Styrkur lýðræðisins ræðst af þeim leiðum, sem við búum yfir sem þjóð til að rökræða sameiginleg hagsmunamál. Hér skipta t.d. óháðir og faglegir fjölmiðlar sköpum. Forsenda þess að hægt sé að gera greinarmun á réttmætum og óréttmætum mismun þegnanna er að allar staðreyndir máls séu almenningi kunnar. Þar leika eftirlitsstofnanir, sem tryggja eiga að lýðræðislegar leikreglur séu virtar einnig lykilhlutverk. Mikilvægt er í lýðræðisríkjum að valdhafar forðist ofstjórn. Raunverulegt lýðræði er í eðli sýnu frjálslynt. Þar er hinum frjálsa einstaklingi er skipað hærra en stofnunum samfélagsins.

democracy1_769126.jpg
Gallar lýðræðis

Lýðræðið þvælst stundum fyrir. Það er svifaseint. Anthony Giddens lýsti því árið 1999 í Runaway World að helsta mótsögn lýðræðisins er sú, að á sama tíma og það breiðist út gætir aukinnar óánægju með það í rótgrónum lýðræðisríkjum. Óánægjan beinist þó fremur að fulltrúum lýðræðisins, þ.e. stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, en lýðræðinu sjálfu. Ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar eru oft ófærir um að taka á ýmsum þeim málaflokkum, sem brenna á fólki. Hann telur því að það sé nauðsynlegt að dýpka lýðræðið, þ.e. lýðræðisvæða það með því að gera stjórnkerfið gagnsærra og framselja valdið til lægstu mögulegu stjórnsýslustiga.

Hvar stöndum við nú? Er hægt að auka áhrif og völd einstaklingsins?

Íslendingar og önnur Norðurlönd búa við fulltrúalýðræði. Það er ljóst, að andstaða við ákvörðun lýðræðislega kosinna valdhafa þarf ekki að vera ólýðræðisleg ekki síst þar sem ákvörðun sem tekin er af lýðræðislega kjörnum valdhafa þarf ekki endilega að vera lýðræðisleg. 

Rætt hefur verið um að taka upp svokallað “íbúalýðræði”.  Þetta er tæknilega mögulegt með aukinni Netvæðingu og hefur þegar verið reynt í nokrum Evrópuríkjum. Hægt er að kjósa einstaklinga til setu á alþingi, jafnvel óháð eða þvert á pólitíska flokka, veita þeim umboð til að fara með löggjafarvald og  stjórnsýslu undir leiðsögn kjósenda og með ráðgjöf frá sjálfstæðum sérfræðingum. Þá þyrfti að meta störf þeirra reglulega og endurkalla umboð þeirra sem ekki standa sig. Einnig er möguleiki á að koma á þjóðaratkvæðagreiðslum og skipa í ráð og nefndir með aðkomu og samþykki almennings. Hér á landi er menntunarstig hátt og nær allir hafa aðgang að tölvum. 

velja_769128.jpgÞað er því einungis tímaspursmál hvenær hinn almenni borgari fer að taka í auknum mæli þátt í stjórn landins. Því fylgir hins vegar aukin ábyrgð hans á öllum sviðum þjóðlífsins. Afar mikilvægt er að auka upplýsingaflæði og tjáskipti á milli stjórnmálamanna og kjósenda og auka traust þeirra síðarnefndu á þeim fyrrnefndu. 

"Kerfið", sem öll önnur kerfi, heldur árfam að leita eftir ástandi með sem mestri óreiðu og sem mestri innri orku, sem eykst með tímanum. Hugtakið "jafnvægi" á nefnilega ekki við hér, þar sem kerfið hefur áfram að þróast og innri orka þess að aukast. Innstreymið og áreitið eykst. Segja má, að hér sé óreiðan í raun mælikvarði á innri orku. Orku, verðmæti, sem ekki er lengur aðgengileg. Sumir eru jafnvel farnir að telja þessa óaðgengilegu innri orku til verðmæta. A.m.k. þar til í október 2008.  
boltzmann.jpg



Legsteinn Ludwiks Boltzmanns
(hin fræga formúla hans

 S = k \, \log W
er greypt í steininn)   

 

ps
pólitíska óreiðu er þó ekki auðvelt að skilgreina en ljóst er að innri orkan þ.e. óreiðan eykst þegar stuðningur minnkar

...democracy will in practice lead to the destruction of a people's true values. And this also serves to explain how it is that people with a great past from the time when they surrender themselves to the unlimited, democratic rule of the masses slowly lose their former position; for the outstanding achievements of individuals...are now rendered practically ineffective through the oppression of mere numbers. (Rauschning 785) –A. Hitler

rigsdag_769129.jpg
ref.

http://www.island.is/menning-og-mannlif/borgarinn-og-lydraedid/lydraedi/
http://www3.hi.is/~opj/hvad-er-lydraedi.pdf
http://hugsandi.is/articles/um-markadshyggju-og-lydraedi-i-skolastarfi/
http://www.framtid.is/?i=15
http://www.visindi.is/index.php?aAction=showMore&nID=225&topCat=4
http://en.wikipedia.org/wiki/Direct_democracy
http://www.borg.hi.is/Giddens.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Anthony_Giddens
http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/29/um-vald/


Sérhver rati - pistill dagsins

 "Sérhver meðalgreindur rati getur miklað hlutina, gert þá flóknari, gert þá ofbeldisfyllri. Til að sigla á móti straumnum þarf vissa snilligáfu -- og mikið hugrekki."

   pistill dagsins er fenginn að láni frá Albert Einstein




Albert Einstein gerist nýr skattborgari


Ég hef áhyggjur af öryggi þjóðar vorrar

"Ég hef áhyggjur af öryggi vorrar máttugu þjóðar; Ekki svo mjög vegna ytri ógna, heldur vegna þeirra niðurrifsafla, sem naga hana innanfrá."  

Pistill dagsis er fenginn að láni frá: 

Douglas MacArthur hershöfðingja

douglasmacarthursurrender.jpg


Salinger 90 ára, dauður eða lifandi

"You either die a hero or you live long enough to see yourself become the villain."
Harvey Dent
(The Dark Knight)

JD Salinger er 90 ára í dag. Enginn veit hvar hann er og fáir vita hver hann er. Allir vita þó hvað hann hefur skrifað eða a.m.k. telja sig vita það. Haft er eftir honum, að þvi minna sem vitað er um höfundinn því meira vægi fái skrif hans. Enginn efast um að gamli maðurinn gat skrifað en margir velta því fyrir sér ástæðunni fyrir þeirri athygli, sem hann hefur notið. JD Salinger en enn í dag ofarlega á metsölulistum t.d.hjá Amazon.com, sem hlýtur að teljast merkilegt fyrir rithöfund, sem ekki hefur sent frá sé bók í yfir 50 ár, svo vitað sé.
(ein ástæðan fyrir metsölu kann að vera sú að flestir nemendur í framhaldsskólum eru skyldaðir til að lesa Bjargvættinn - hvað veit ég?)

salinger_pic.jpg

Úr Skrudda.is: 13. apr. 2005
Bjargvætturinn á metsölulistann

Bjargvætturinn í grasinu eftir J. D. Salinger er kominn í 7. sæti á metsölulista Pennans – Eymundsson og 3. sæti á kiljulistanum. Bók Ian Rankins, Með köldu blóði er í 8. sæti á kiljulistanum.

 

 

Fyrir nokkrum áratugum þótti það merki um gáfur og þekkingu að hafa bækur hans með í farteskinu (fávitinn Mark David Chapman er einn þeirra). Nokkrir höfundar hafa veitt okkur innsýn í líf og störf Salingers. Þar á meðal er dóttir hans Margaret (Peggy) Salinger ("Dream Catcher"), rithöfundurinn Mary McCarthy og Joyce Maynar ("At Home in the World"), sem bjó með meistaranum í tæpt ár. Honum hefur verið lýst sem sérvitrum og dómhörðum einstaklingi. Hann barðist sem hermaður í seinni heimstyrjöldinni og tók þátt í innrásinni í Normandy þar sem yfir 70% hermanna bandamanna fellu og kann það að hafa sett mark sitt á persónuleika hans. Sagan "Til Esmé - með ástarkveðju, eymd og volæði" sem segir frá hermanni á dögum innrásarinnar, er af mörgum talin sýna hans bestu hliðar. Egill Helgason (bókaormur m.m.) mælir einmit með þessari smásögu á blogginu sínu í dag.

Sumir telja Franny (The New Yorker, January 29, 1955) og Zooey (The New Yorker, May 4, 1957) vera bestu ritverk Salingers þó svo móttökurnar hafi verið blendnar í fyrstu.

Höfundar eins og Salinger skrifa af því að þeir geta ekki, látið það vera að skrifa. Þeir skrifa þvi fram í rauðan dauðann. Hvað hann hefur gert við skrif sín, er önnur saga. 

salinger.jpg


Rit J D Salingers er hægt að nálgast hér

(lesendur nálgst höfuninn þó á eigin ábyrgð)  

Gleðilegt lestarár 2009!

 

 


ps
óhætt er að mæla með:
"Sögur - Með ástarkveðju, eymd og volæði" sem er safn smásagna eftir J.D Salinger í meistaralegri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar (UGLAN - íslenski kiljuklúbburinn 1997)


Bloggið - Enn einn dauði höfundar?

"Bloggið er misvel skrifað og mér sýnist í svipinn að það sé bara huglægnisvíma sem rennur óhindruð inn í sýndarveruleikann. Það er engin ögun í þessum skrifum. Bloggið er veita fyrir skjótfengnar skoðanir, það er allt látið vaða enda er allt jafn gilt. En þetta er auðvitað það hættulegasta sem maður gerir, að gagnrýna bloggara sem skipta þúsundum og hafa vökult auga með fjölmiðlum. Maður á sennilega von á aftöku í Netheimum."

-------------

"En það fylgir kannski þessum upplausnartímum að vandvirknin er ekki upphafin, heldur eiga menn að kýla á það, segja það sem þeim finnst. Að því leyti getur bloggið verið enn einn dauði höfundarins. Bloggarar geta líka haft miklu meiri áhrif á fólk en rithöfundar. Þeir ná til jafnmargra lesenda á einum mánuði og rithöfundur alla ævi."

pistill dagsins er fenginn að láni frá Steinari Braga
viðtal í Lesbók Mbl, 7. desember 2002 (tilvitnun frá Binna)

Undirritaður mælir eindregið með "Konur", nýjustu bók Steinars Braga til að afsanna kenningu hans og þar með sanna um leið, að hann hefur í rauninni rétt fyrir sér.
(Þversagnir þurfa ekki endilega alltaf að vera mjög mótsagnerkenndar, er það nokkuð?)

mask.jpg


Hinir Óbetranlegu

"Ef einhverjum verða á mistök í starfi sínu, þá á afstaða kommúnista til hans að vera sú að sannfæra hann til þess að hjálpa honum að breyta til og hefjast handa á nýjan leik. Hins vegar eiga þeir ekki að víkja honum frá, nema hann sé óbetranlegur."

pistill dagsins er fenginn að láni frá Mao Tse-Tung formanni úr bók hans "Rauða kverið"

mao.jpg
Mao eftir Andy Warhol


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband